fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hætta að fljúga milli Keflavíkur og Akureyrar

Air Iceland Connect mun einnig slá af flug til Belfast, Aberdeen og Kangarlussuaq

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Air Iceland Connect hefur frá og með miðjum maí næstkomandi ákveðið aðhætta flugi á tvo áfangastaði í Bretlandi, nánar tiltekið Belfast og Aberdeen. Þá hyggst félagið einnig leggja af flug til Kangarlussuaq í Grænlandi sem og flugi milli Keflavíkur og Akureyrar. „Eftirspurnin á þessum leiðum eftir verið minni heldur en væntingar stóðu til. Við höfum því ákveðið að leggja þær af og einbeita okkur að flugi frá Reykjavíkurflugvelli, sem er okkar kjarnastarfsemi,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, í samtali við DV. Flugfélagið hefur flogið frá Keflavík til Narsarsuaq en mun í sumar fljúga þangað frá Reykjavík.

Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, hefur flogið fimm sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar. Aðeins er rúmt ár síðan að þjónustan hófst en viðtökur viðskiptavina hafa, eins og áður segir, valdið vonbrigðum.
Að sögn Árna hafa tekjurnar af flugleiðunum, sem senn leggjast af, numið um 7% af áætlaðri veltu flugfélagsins. „Við munum hagræða og leggja enn meiri áherslu á uppbyggingu á öðrum áfangastöðum hér heima og til Grænlands,“ segir Árni.

Sú mýta hefur verið á sveimi að erlendir ferðamenn hafi ekki verið að nýta sér innanlandsflugið sem skyldi. Að sögn Árna er það fjarri sanni. „Það hefur verið mikill vöxtur. Áður en ferðamannastraumurinn hófst fyrir alvöru voru erlendir ferðamenn um 5% af viðskiptavinum flugfélagsins. Núna eru þeir um 20% viðskiptavina á ársgrundvelli,“ segir Árni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna