fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Leikkonan Heather Locklear handtekin

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Heather Locklear var handtekin nú á sunnudagskvöldið fyrir heimilisofbeldi og fyrir að hafa ráðist á lörgreglumann. Locklear gerði það gott á sínum tíma í sjónvarpsþáttunum Dynasty og Melrose Place, en minna hefur sést af henni í seinni tíð.

Samkvæmt símtali til neyðarlínunnar kom bróðir Locklear að heimili hennar eftir að hún hafði sent honum undarleg smáskilaboð. Sá hann þegar þangað var komið leikkonuna og kærasta hennar í áflogum og hringdi í kjölfarið í lögregluna. Þegar lögreglan mætti svo á svæðið sýndi Heather lítinn samstarfsvilja og var færð af heimilinu í handjárnum.

Nokkrum klukkutímum eftir að Heather var handtekinn var kærasti hennar, Chris Heisser, tekinn fyrir ölvunarakstur. Heisser var æskuást Locklear end stutt er síðan þau endurnýjuðu kynnin.

Leikkonan hefur verið í tveimur stormasömum hjónaböndum og var meðan á þeim stóð áberandi í slúðurblöðunum. Fyrst var hún gift trommuleikara Mötley Crue, Tommy Lee, en hann átti síðar meir í sambandi við Baywatch-leikkonuna Pamelu Anderson, sem þykir nokkuð áþekk Locklear í útliti. Síðar giftist hún Richie Sambora, gítarleikara Bon Jovi, en þau eiga saman eina dóttur fædda árið 1997.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Locklear kemst í kast við lögin, en hún hefur nokkrum sinnum verið tekin fyrir ölvunarakstur og svo hefur lögregla tvisvar þurft að hafa afskipti af henni vegna mögulegra sjálfsmorðstilrauna. Samkvæmt aðila nákomnum Heather vonar fjölskylda hennar að atvikið verði til þess að hún fari í meðferð, en hún hefur háð baráttu við fíkn í áfengi og lyfseðilsskyld lyf um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“