fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Milliliðir fleyta rjómann – stafræn gíslataka

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni tíðkaðist mjög á Íslandi að kvarta undan milliliðum – það voru þeir sem stilltu sér upp milli framleiðenda og notenda og hirtu ábatann.

Á þeim tíma voru þetta aðallega heildsalar og þeim voru ekki vandaðar kveðjurnar.

Hinn stafræni veruleiki, internetið, hefur orðið þess valdandi að nú er gósentíð milliliða eins og hefur ekki áður þekkst.

Facebook hirðir fréttir- og fjölmiðlaefni og fénýtir það í auglýsingaskyni meðan fjölmiðlarnir sjálfir hanga á horriminni og deyja drottni sínum unnvörpum.

Spotify og YouTube taka tónlist og dreifa henni, eru milljarðafyrirtæki á markaði, en tónlistarmennirnir sjálfir fá smáaura fyrir verk sín.

Google er vissulega leitarvél en sjálfur tilvistargrundvöllurinn er gríðarlega mikil auglýsingasala – sem öll byggir á efni sem aðrir  hafa búið til.

Þetta er gullöld milliliðanna, þeim sem hafa komið sér vel fyrir til að fleyta rjómann af verkum þeirra sem skapa. Um snilldina bak við þessi fyrirtæki verður svosem ekki efast, þau byggja á heilmiklu hugviti, en til langframa er þetta ekki annað en arðrán og afætustarfsemi.

Dæmin eru miklu fleiri, við þetta má bæta bókunarsíðum á netinu. Tökum til dæmis vefinn Booking. Hér er frétt þar sem skýrt er frá því að booking hafi eytt meira en 1 milljarði dollara í auglýsingar á Google á síðasta ársfjórðungi.

Hermann Valsson leggur út af þessu á síðunni Bakland ferðaþjónustunar og segir að hótel séu að greiða himinháar upphæðir til Booking. Hann áætlar að íslenskir aðilar greiði milli 5 og 7,5 milljarða á ári til leitarvélanna og kallar þetta stafræna gíslatöku.

Þetta var aðeins fyrir einn ársfjórðung og bara fyrir Booking Holding sem eru með um 40% af þessum gríðarlega stóra markaði.

Gríðarlegir hagsmunir tengja Google stærstu leitarvél heims og hótel bókunarrisana eins og Booking . com, Expedia og dótturfyrirtæki þeirra.

Niðurstöður rannsókna frá 2013 og 2015 hafa sýnt að sýnileiki bókunarvéla eru mun betri en hótela í Reykjavík þegar leitað er á Google eftir hótelun í Reykjavík.

Sama hefur komið fram hvað varðar sýnileika hótela á Tenerife og í London núna í vor.

Hótel eru að greiða allt að 22% og upp í 24% að meðaltali og þekkt er að þau þurfa að greiða allt upp í 30% í bókunarþóknun til bókunarvélanna.

Íslenska hagkerfið var að missa um 5 til 7,5 milljarða á síðasta ári til erlendra fyrirtækja í formi bókunarþóknuna.

Við getum sett í gang nýsköpun með samstarfi hótela, ríkis og einkafyrirtækja til að spyrja við fótum og ná einhverjum hluta af þessari gríðarlegu upphæð til baka og inn í okkar hagkerfi.

Þetta er stafræn gíslataka og nýlendustefna byggð á nýjustu tækni sem við verður að tileinka okkur betur og berjast til að ná umtalsverðum hluta hennar til íslenskra fyrirtækja og inn í okkar hagkerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?