fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Glæsivilla Arnórs til sölu á 110 milljónir

Auður Ösp
Föstudaginn 23. febrúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu hefur sett húsið sitt við Köldulind í Kópavogi á sölu. Um er að ræða 250 fermetra einbýlishús sem byggt var árið 2001. Líkt og sjá má er eignin einkar glæsileg og státar meðal annars af hita í gólfi og sérstöku fataherbergi. Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu.

Fótboltaferill Arnórs er flestum kunnugur en hann var atvinnumaður í tvo áratugi í Belgíu, Frakklandi og Svíþjóð og var meðal annars valinn besti leikmaður ársins í Belgíu og besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hafði í Svíþjóð. Þá er hann jafnframt faðir, og umboðsmaður, Eiðs Smára Guðjohnsen fótboltastjörnu.

Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Ljósmynd/Lind Fasteignasala

„Glæsilegt útsýni er yfir kópavog og út á sjó. Á þaki eru ca 90 fm svalir. Fallegur garður og hellulagt bílaplan ásamt timburverönd og steyptum veggjum,“ segir meðal annars í lýsingu á fasteignavef Vísis en kaupverðið er litlar 110 milljónir.

Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Ljósmynd/Lind Fasteignasala
Arnór Guðjohnsen ásamt eiginkonu sinni Önnu Borg.
Arnór Guðjohnsen ásamt eiginkonu sinni Önnu Borg.

Eignin var áður sett á sölu árið 2014 og var kaupverðið þá 89 milljónir.
Sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna