fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Draugalegustu staðir jarðar – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 10. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski ljósmyndarinn Niki Jeijen tók ljósmyndasafnið hér að neðan, en það kallar hann „Frost“. Tilganginn sagði hann vera að frysta augnablik úr fortíðinni og gera þau ódauðleg. Niki tjáði sig um myndirnar við Pressuna árið 2015 wn þá sagðist hann hafa tekið myndirnar í átta mismunandi löndum á 18 mánaða tímabili. Hann neitaði að gefa meira upp um staðsetningar til þess að vernda staðina frá koparþjófum, gröffurum og skemmdarvörgum.

„Það er mikil synd, en ég hef séð fullkomlega varðveitta staði eyðilagða á nokkrum vikum af ofangreindum aðilum,“ sagði Niki í samtali við Pressuna.

„Leitin að yfirgefnum stöðum er það erfiðasta og það sem tekur mestan tíma. Í hverri viku eyði ég mörgum klukkustundum á Google Earth þar sem ég flýg yfir landslagið og leita að stöðum sem gætu verið yfirgefnir. Það er auðvelt að koma auga á hótel með miklum gróðri í kring eða ónotuðum vegum. Eftir það stekk ég upp í bíl og keyri af stað. Um 20 prósent af stöðunum sem ég fer á eru svo raunverulega yfirgefnir. Af þeim eru svo kannski einn af sex virkilega fallegir, en þegar það loksins gerist, þá er þetta allt þess virði.“

Niki kvaðst oft hafa orðið var við undarlega atburði á þessum draugalegu, yfirgefnu staðsetningum. Hann bætti við að hann væri þó mjög jarðbundinn og ekki trúa á drauga eða yfirnáttúrulega hluti.

„Ég fór hins vegar einu sinni inn í yfirgefið fimm stjörnu hótel þar sem ég upplifði svo marga undarlega hluti að ég var virkilega feginn þegar ég komst út aftur. Hurðarskellir, gluggatjöld að færast óeðlilega mikið til og mikið af vandamálum með myndavélina. Batteríin tæmdust algjörlega þrátt fyrir að ég hafi hlaðið þau aðeins nokkrum klukkutímum áður,“

Sagði Niki. Sjón er sögu ríkari:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“