fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Fíkniefnunum í Skáksambandsmálinu eytt áður en málið kom fyrir dóm

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 05:40

Sigurður Kristinsson er ákærður í Skáksambandsmálinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa réttarhöld yfir í hinu svokallaða Skáksambandsmáli þar sem þrír eru ákærðir fyrir innflutning á miklu magni fíkniefna. Meðal þeirra er Sigurður Ragnar Kristinsson sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni. Sigurður játaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. Lögmaður Sigurðar segir að hann efist um vigtun efnanna og hvort efnin séu rétt tilgreind í ákæru. Spænska lögreglan eyddi þeim hluta fíkniefnanna, sem hún haldlagði, áður en réttarhöldin hófust og því er ekki hægt að gera frekari greiningar á þeim.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir Önnu Barböru Andradóttur, saksóknara, að íslenska lögreglan hafi óskað eftir að efnunum yrði ekki eytt en beiðnin komst ekki til skila í tíma og því var þeim eytt. Hún sagði að ákvörðun um að eyða efnunum hafi verið tekin á grundvelli vinnureglna á Spáni sem byggja á stöðlum frá Sameinuðu þjóðunum. Spánverjar fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar ættu að fullnægja íslenskum stöðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Í gær

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Í gær

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025