fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk)

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarsýningin Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk) stendur nú yfir í Gallerí 78, Suðurgötu 3 og stendur hún til 8. desember.
 
Sýningin er kynning á verkum eftir ellefu breskar hinsegin listamanneskjur sem ætlað er að örva samræður og samstarf milli vaxandi hinsegin myndlistarsenu á Íslandi og hinsegin listafólks á Bretlandi. Þetta er fyrsta samstarfs verkefni Gallerís 78 og bresks listafólks og byggir á hugmyndinni um leiðbeiningarlist.
Ynda Gestsson sýningarstýra Gallerís 78 ásamt einu verkanna á sýningunni.
Leiðbeiningalist á rætur að rekja til þess að árið 1919 sendi Marcel Duchamp systur sinni Suzanne í brúðkaupsgjöf leiðbeiningar um það hvernig hún gæti hengt kennslubók í flatarmálsfræði fyrir utan gluggann hjá sér. Frá þeirri stundu hefur orðið til mikið magn leiðbeiningaverka meðal annars eftir Fluxus listafólk, sérstaklega Yoko Ono. Einnig hefur sýning Hans Ulrich Obrist’s Do It ferðast víða um heim síðan 1994.
Ásdís Óladóttir sýningarstýra Gallerís 78.
 
Þetta er fyrsta samsýning erlends hinsegin listafólks sem haldin er hér á landi og því er um tímamóta viðburð að ræða.
Gallerí 78 hefur skipað sér í röð framsæknustu gallería hér á landi með því að einbeita sér að því að sýna verk íslensks hinsegin listafólks síðan 2015.
 
Sýningarstjórar eru Ásdís Óladóttir, Jez Dolan og Dr. Ynda Gestsson
Listafólkið sem sýnir að þessu sinni:
Joseph Cotgrave
Jez Dolan
Garth Gratrix
Cheryl Martin
Joshua Val Martin
Stiofan O’Ceillaigh
Richard Porter
Rosanne Robertson
Qasim Riza Shaheen
Debbie Sharp
Khalil Rasheed West
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Í gær

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi

Aðdáendur hafa áhyggjur af Justin Bieber – Birti myndir af sér grátandi