fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Hvað segir stóri bróðir?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. mars 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm Sigurðsson kynnti Edduverðlaunin annað árið í röð síðastliðið sunnudagskvöld. Sóli, eins og hann er ávallt kallaður, stóð sig vel að vanda. Sóli greindist með eitlakrabbamein í fyrra, sem hann er nú laus við og er hann byrjaður með nýja uppistandssýningu í kjallara Hard Rock.

En hvað segir stóri bróðir, Sigurður Sólmundarson fjöllistamaður, um þennan öfluga bróður sinn?

Sigurður er sex árum eldri en Sóli.
Stóri bróðir Sigurður er sex árum eldri en Sóli.

„Sóli var stórundarlegt barn og ef ég hefði þurft að giska á hvað hann tæki sér fyrir hendur í framtíðinni, hefði ég giskað á raðmorðingja frekar en skemmtikraft. Hann var hræddur við fólk almennt en hann hefur samt alltaf haft mikinn og frekar súran húmor sem kemur mjög skemmtilega fram í sýningunni hans. Mér hefur þótt hann halda aftur af sér þangað til núna. Sóli er einstaklega traustur, næmur og er alltaf til staðar þegar maður þarf á honum að halda. Það kom í ljós hvað hann er magnaður persónuleiki í veikindum hans sem hann sigraðist á með miklum glans. Ég er glaður að sjá hvar hann er í dag því þetta leit alls ekki vel út hjá honum í æsku. Ég er ákaflega montinn af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði