fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt hvarf danskrar konu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til hinnar 45 ára gömlu Dorte Larsen síðan föstudaginn 29. desember síðastliðinn. Dorte, sem búsett er í Kastrup, skildi eftir miða en á honum stóð að hún ætlaði að fara út í göngutúr.

Dorte, sem er þriggja barna móðir, sagði einnig á miðanum að hún þyrfti ekki að nota bílinn næstu klukkustundirnar. Hvað gerðist síðan virðist enginn vita en Dorte sést á eftirlitsmyndavélum skammt frá heimili sínu klukkan 10.23 á föstudag.

Þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar höfðu aðstandendur hennar samband við lögreglu sem brást skjótt við og sendi leitarhóp með sporhunda til leitar. Nú, fjórum dögum síðar, stendur leit enn yfir.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Dorte hafi átt við andleg veikindi að stríða þó eiginmaður hennar til 25 ára, Claus Larsen, segi að ekkert hafi bent til þess að hún myndi láta sig hverfa.

Aðstandendur Dorte hafa hvatt fólk og fyrirtæki í nágrenninu um að kanna nánasta umhverfi sitt og huga að eftirlitsmyndavélum í þeirri von að finna hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“