fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Booztbarinn: Leiðandi í skyrdrykkjum og öðrum heilsudrykkjum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil hreyfing í samfélaginu í átt til aukinnar hollustu og Booztbarinn hefur á margan hátt verið leiðandi í þeirri þróun enda hefur hann starfað allt frá árinu 2003, er fyrsti Booztbarinn var opnaður í Kringlunni.

„Við vorum í nokkrum ólgusjó í byrjun því þessir skyrdrykkir voru mikil nýjung á Íslandi. Við opnuðum síðan staðinn í Borgartúninu árið 2007,“ segir Kristinn Ingi Sigurjónsson hjá Booztbarnum en staðirnir í dag eru þrír: Á N1 Hringbraut á N1 í Borgartúni 39 og á N1 Ártúnshöfða.

Booztbarinn hefur notið sífellt meiri vinsælda í gegnum árin, viðskiptavinum fjölgar mikið og vöruúrvalið eykst sífellt: „Breiddin hefur aukist mikið. Þó að skyrdrykkir séu langvinsælustu drykkirnir sem við seljum þá höfum við bætt við ýmsu öðru, til dæmis vegandrykkjum með möndlu-, kókos- og hrísmjólk. Síðan erum við með nýja vöru sem heitir Orkuskálar. Það eru skyrhræringar sem við hellum út í skálar og við toppum síðan með ferskum ávöxtum og granola. Þessir réttir njóta mikilla vinsælda. Drykkir með viðbótarpróteini njóta líka stöðugt meiri vinsælda, ekki síst hjá þeim sem fara mikið í ræktina og eru að lyfta.“

Orkuskálar sem slegið hafa í gegn
Orkuskálar sem slegið hafa í gegn

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Að sögn Kristins er bæði hægt að neyta drykkjanna sem aukabita og sem heillar máltíðar. „Það fer eftir því hvers konar rétt þú velur og hvaða stærð,“ segir Kristinn en aðspurður segir hann að þessi fæða sé í senn mjög næringarmikil og hitaeiningasnauð: „Þú ert að fá mjög mikla næringu úr skyrinu, ávöxtunum, grænmetinu, fræjunum og höfrunum sem þú ert að innbyrða en hitaeiningarnar eru fáar. Þú færð mikið prótein og mikið kalk sem er svo gott fyrir beinin, en hitaeiningarnar eru ekki margar. Það eru til dæmis ekki nema um 70 hitaeiningar í 100 grömmum af skyri.“

Þá er mikilvægt að geta þess að hægt er að gera alla booztdrykkina vegan með því að skipta skyri eða öðrum mjólkurvörum út fyrir kókosmjólk eða möndlumjólk.

Engifer skot bæð til að taka með og njóta á staðnum
Engifer skot bæð til að taka með og njóta á staðnum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Að sögn Kristins verður viðskiptavinahópurinn sífellt fjölbreyttari og karlar sækja ekkert síður í þessa heilnæmu fæðu en konur: „Viðskiptavinahópurinn kemur okkur skemmtilega á óvart en við fáum til dæmis mjög oft rafvirkja, pípara og aðra iðnaðarmenn sem mæta í vinnugallanum í morgunmat eða hádegismat,“ segir Kristinn.

„Það er einnig gaman að sjá fulltrúa lögreglu og slökkviliðs mæta í fullum skrúða á Booztbarinn til þess að sækja sér orku. Hingað koma mjög margir fastagestir sem hafa átt viðskipti við okkur árum saman, nokkuð sem sýnir best að við höfum verið á réttri leið,“ segir Kristinn.

Þess má geta að Kristinn er eini karlmaðurinn í stjórnendahópi Booztbarsins: „Verslunar- og rekstrarstjórar fyrirtækisins eru allt konur. Ég gæti ekki hugsað mér öflugri félagsskap. Þetta er skemmtilegur vettvangur að vinna á og allt sem við gerum hér er í stöðugri þróun. Gæðaeftirlitið er mikið og við fylgjumst vel með því sem við erum að kaupa inn, veljum bara besta mögulega hráefnið og erum sífellt að þróa nýja drykki.“

Booztbarinn er á öllum þremur stöðunum opinn frá 7.30 til 20.00 virka daga og frá 10.00 til 18.00 um helgar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni booztbarinn.is og [Facebook-síðu Booztbarsins] (https://www.facebook.com/booztbar/)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum