fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Söfnuðu milljónum fyrir starfsmann McDonald‘s

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 19. október 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur mánuðum breyttist líf hins 85 ára gamla Wendall Gill þegar eiginkona hans til 68 ára, Della Gill, heimsótti hann í vinnuna. Wendall hefur starfað á veitingastað McDonald’s í Lexington í Kentucky í Bandaríkjunum í um 40 ár.

Þegar Della heimsótti hann í einu hádegishléinu í ágústmánuði brá hún sér á salerni staðarins. Þar hneig hún niður og leiddi rannsókn í ljós að hún hafði fengið slagæðagúlp. Della lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Wendall ræddi atvikið í viðtali við Washington Post fyrir skömmu þar sem hann sagði meðal annars: „Það er sagt að maður geti komist yfir svona hluti, en þegar ég hugsa um hana þá fer ég að gráta. Ég held ég muni aldrei jafna mig.“

Þau hjónin höfðu hugsað um tvö barnabörn sín mörg undanfarin ár en svo vill til að báðir eru með sérþarfir. Nú er Wendall eina fyrirvinnan á heimilinu, orðinn 85 ára, og þarf auk þess að hugsa um barnabörnin tvö.

Það var svo ekki alls fyrir löngu að Michael Todd Oldfield, sem kynntist Gill árið 1978 þegar hann vann á þessum sama veitingastað sem unglingur, gekk inn á staðinn og spurði Wendall hvernig hann hefði það. „Hann byrjaði að segja mér þessa sögu og hann brotnaði strax saman,“ segir hann.

Michael ákvað því að stofna síðu á vefnum GoFundMe þar sem hann biðlaði til fólks að koma Wendall til aðstoðar. Óhætt er að segja að margir hafi tekið vel í þessa beiðni því nú þegar hafa 77 þúsund dollarar safnast, rúmar níu milljónir króna. Mun peningurinn eflaust nýtast þessum aldna höfðingja vel sem þarf að meðal annars að borga af húsnæðisláni sínu og sjá fyrir heimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu