fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Borgarlögmaður: Brotið á innkaupareglum í Braggamálinu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 18. október 2018 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotið var gegn inn­kauparegl­um Reykja­vík­ur­borg­ar í bragg­averkefninu við Naut­hóls­veg 100. Þetta er mat borg­ar­lög­manns sem lagt var fram á fundi innkauparáðs Reykjavíkurborgar í dag. Óskað var eftir mati borgarlögmanns sumarið 2017. Seg­ir borgarlögmaður skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar hins veg­ar ekki hafa brotið lög.

Gögn­ málsins sýna fram á að samn­ing­arnir sem gerðir um að verkið skyldi unnið hafi ekki verið skrif­leg­ir held­ur munn­legir. Aðeins í einu til­felli hafi verið til gögn sem sýndu sam­an­b­urðar­til­boð, en að öðru leyti hafi ekki verið til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hag­kvæm­ustu til­boða. „Af þess­um upp­lýs­ing­um leiðir að eng­ir skrif­leg­ir verk­samn­ing­ar liggi til grund­vall­ar fram­kvæmd­inni eða form­legt inn­kaupa­ferli held­ur hef­ur samn­ing­um verið komið á með til­boðum og munn­leg­um hætti,“ seg­ir í álit­i borgarlögmanns.

Borgarlögmaður kemst að þeirri niðurstöðu að braggaverkefnið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup og sé því ekki um brot á þeirri löggjöf að ræða í tilviki endurbyggingar á húsaþyrpingunni við Nauthólsveg 100. Innkauparáð telur að álitið nýtist vel við endurskoðun innkaupareglna sem nú stendur yfir.

Athylgi vekur að borgarlögmaður afsakar sig í álitinu og segir að tafir við framlagningu álitsins stafi af því að upplýsingar frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar lágu ekki fyrir fyrr en 15. október. Ekki kemur fram hvort borgarlögmaður hafi ítrekað erindi sitt til skrifstofunnar. í álitinu kemur hins vegar fram að borgarlögmaður hafi áður upplýst innkauparáð um tafir á afhendingu upplýsinga og gagna á fundum ráðsins en að ráðið hafi ekki bókað um þær sérstaklega á fundum sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður