fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Baldur og Trausti lúbörðu hælisleitandann

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var greint frá því að 18 ára gamall hælisleitandi frá Marokkó hefði orðið fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla-Hrauni. Mun drengurinn, sem er í haldi vegna ítrekaðra tilrauna til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip, hafa verið að spila körfubolta í íþróttahúsi fangelsisins þegar árásin átti sér stað.

Samkvæmt heimildum DV höfðu tveir fangar sig mest í frammi, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, en hópur annarra fanga tekið þátt í henni. Samkvæmt heimildum DV hafði ungi hælisleitandinn átt í deilum við hóp fanga um nokkurt skeið. Gengu hótanir á víxl þar til upp úr sauð með hinum framangreinda voveiflega hætti.

Baldur hefur meira og minna setið í fangelsi frá sautján ára aldri. Hann hefur ítrekað ratað í fréttirnar fyrir átök við samfanga sína í gegnum árin. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir sem framdar voru með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni.

Sú fyrri var sérstaklega hrottalegt en þá makaði hann saur í munn samfanga auk þess að slá hann í höfuð og líkama. Þá greindi DV frá því í júlí 2017 að Baldur hefði lent í átökum við annan fanga, Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinsson, á gervigrasvelli við fangelsið. Styrmir hafði haft Baldur undir í átökunum en þá brást Baldur við með því að bíta stykki úr efri vör Styrmis og spýta því út úr sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC
Fréttir
Í gær

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“