fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Þrítugur karlmaður henti barni í kaldan pott á Ísafirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. október 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot.

Samkvæmt ákæru réðst maðurinn að ungri stúlku þann 18. mars síðastliðinn í Sundhöllinni á Ísafirði. Greip maðurinn undir handleggi hennar og kastaði henni nauðugri ofan í kaldan pott sem stendur á bakka sundlaugarinnar. Afleiðingarnar urðu þær að stúlkan hlaut mar fyrir framan og neðan við bæði hné, og húðrispu fyrir neðan hægra hné.

Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða eru tildrög atviksins ekki rakin en að því er segir í dómnum var tilefnið lítið eða ekkert. Maðurinn sem um ræðir hefur ekki sætt refsingu áður svo vitað sé en hvorki hann né verjandi hans mættu þegar málið var tekið til meðferðar í héraðsdómi.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að afleiðingar brotsins virðist ekki hafa verið miklar. Þótti dómara hæfileg refsing 30 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna