fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ráðherra framlengir forstjórastöðu Ásdísar án auglýsingar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 14:09

Ásdís Hlökk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfisráðherra, hefur framlengt skipun Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar ríkisins. Ekki var auglýst um starfið. Vestfirski fréttavefurinn bb.is greinir frá.

Ásdís var ráðin til fimm ára árið 2013, en ráðningartími hennar rann út í lok júlí.

Ekki hefur verið greint frá skipuninni á vef ráðuneytisins, en upplýsingafulltrúi þess staðfesti ráðninguna við bb.is.

 

Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn eru embættismenn skipaðir til fimm ára í senn, nema annað sé tilgreint. Ef ákveðið er að auglýsa embættið, verður að tilkynna það ekki síðar en sex mánuðum áður en ráðningartími rennur út.

Ásdís Hlökk lauk meistaragráðu í skipulagsfræðum frá háskólanum í Reading á Englandi. Hún hefur einnig lagt stund á doktorsnám í skipulagsfræðum við Kungl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi meðfram störfum.

Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu en fyrir utan störf hennar við Háskólann í Reykjavík var hún settur skipulagsstjóri á Skipulagsstofnun á árunum 2004 – 2005 og aðstoðarskipulagsstjóri frá árinu 1998. Þá starfaði hún hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta á árunum 2005 – 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki