fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári sakar fjármálastjóra Eflingar um spillingu – Segir hana hafa beint viðskiptum til sambýlismanns síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 15:01

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, sakar Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, um spillingu. Segir Gunnar að um árabil hafi Kristjana beint fundum Eflingar til veitingasals í rekstri sambýlismanns hennar og gætt þess að „vænn hluti félagsgjaldanna rynnu til fyrirtækis sambýlismanns síns“.

Fréttaflutningur Morgunblaðsins af meintum átökum innan Eflingar og meintri harðstjórn nýs formanns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og framkvæmdastjóra, Viðars Þorsteinssonar, hafa vakið mikla athygli. Ef því haldið fram að Kristjana fjármálastjóri sé komin í ótímabundið veikindaleyfi eftir að hafa neitað að greiða háan reikning fyrir ljósmyndun frá eiginkonu Gunnars Smála, Öldu Lóu Leifsdóttur.

Sjá nánar um málið hér

Í nýjum pistli á Facebook um málið reiðir Gunnar Smári hátt til höggs en pistillinn er svohljóðandi:

Nú þegar konan mín hefur saklaus verið dregin inn í deilur Kristjönu Valgeirsdóttur við yfirmenn sína á skrifstofu Eflingar rifjast upp gagnrýni félagsmanna og starfsmanna Dagsbrúnar, Verkamannasambandsins og síðar Eflingar, frá því um miðjan tíunda áratuginn og mörg ár þar á eftir, á að fundahöldum félaganna hafi ætíð verið beint inn í Kiwanishúsið við Engjateig, þar sem Mark Kristján Brink, sambýlismaður Kristjönu, var veitingamaður. Kristjana þekkir því spillingu frá fyrstu hendi og veit vel af almannaróm um gerspillingu hinna fámennu klíka sem náðu undir sig verkalýðsfélögum og notaði sjálfum sér til framdráttar. Reynsla mín af átökum við spillt fólk er sú að það telur alla vera gerspillta, áttar sig ekki á að það sjálft sker sig frá fjöldanum. Flest fólk er eins og Alda Lóa, eiginkona mína; ósérhlífið fólk sem vinnur verk sín af heilindum og fyrir sanngjarna þóknun, í þeim tilfellum sem hún óskar eftir þóknun yfir höfuð. Þau sem þekkja til starfa Öldu Lóu vita að hún hefur gefið ómælda vinnu til baráttu hinna verr settu undanfarin ár. Engum sögum fer að slíku hjá Kristjönu þessari, sem ber út óhróður um Öldu Lóu. Kristjana tilheyrir þvert á móti þeim hópi sem drap niður afl Dagsbrúnar og síðan Eflingar, milli þess sem hún gætti þess að vænn hluti félagsgjaldanna rynnu til fyrirtækis sambýlismanns síns. Í vor reis grasrót Eflingar upp gegn forystunni félagsins, þeim starfsháttum sem hún hafði beitt og þeirri stefnu sem hún hafði rekið. Það má segja að almennir félagsmenn Eflingar hafi risið upp og sent B-lista Sólveigar Önnu inn í félagið til að hreinsa þar til. Ekki hef ég fylgst með þeim aðförum, en miðað við það sem ég fengið að heyra í morgun vona að ég þessari Kristjönu verði fleygt út. Verkalýðshreyfingin hefur liðið nóg fyrir fólk af hennar sauðahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður