fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Kynferðisofbeldi alltaf sök gerandans: „Hann sagði nei en ég bara var ekki alveg viss um að hann meinti það“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 28. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn til það fólk sem hefur ekki enn áttað sig á því að kynferðisofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það er enginn sem biður um það að lenda í kynferðisofbeldi, það er ávallt sök gerandans.

Þolandaskömm er því miður enn til staðar og hefur það slæm áhrif á alla þá sem hafa lent í og koma til með að lenda í kynferðisofbeldi. Alice Brine, uppistandari frá London skrifaði á dögunum færslu sem Bored Panda endurbirti. Í þeirri færslu gerir hún vel grein fyrir því hversu fáránlegt það er í raun og veru að kenna þolanda um þá hörmung sem hann hefur lent í. Fyrir neðan má lesa stöðuuppfærslu Alice í heild sinni:

„Ég ætla nú að byrja á því að fara heim með hvaða ofurölvi karlmanni sem er og stela öllu dótinu þeirra. Það verður þó ekki mér að kenna… Þeir voru svo fullir. Þeir hefðu átt að vita betur. Ég mun komast upp með þetta í um 90% tilfella og í þau örfáu skipti sem einhver hugrakkur karlmaður mun ákveða að kæra mig fyrir þjófnað þá verða rök mín þau að ég var einfaldlega ekki viss um að hann hafi sagt „nei ekki stela Audi-inum mínum,“ Ég var bara ekki viss um að hann meinti það. Ég sagði kannski við hann „plís má ég stela Gucci úrinu þínu?“ Hann sagði nei en ég bara var ekki alveg viss um að hann meinti það. Hann var svo drukkinn. Hann kallaði þetta yfir sig sjálfur. Þið hefðuð átt að sjá hvernig hann var klæddur í bænum, rándýrri skyrtu og skóm. Hvaða skilaboð var hann að senda með því?! Ég hélt að hann vildi að ég kæmi og stæli öllu dótinu hans. Hann var að biðja um það. Þegar hann sagði nei við mig, að ég ætti ekki að taka allt dótið hans þá bara var ég ekki viss um að hann meinti það. Nei er ekki nógu hlutlægt orð, það gæti þýtt hvað sem er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.