fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Skemmtilegar föndur og gjafahugmyndir úr haustlaufum fyrir börnin

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið er komið með sína fallegu litadýrð með sér. Þrátt fyrir að það sé byrjað að kólna og fólk sé farið að undirbúa sig fyrir komandi vetur, þá er haustið alltaf falleg árstíð.

Það er því um að gera að klæða börnin vel og fara með þau í göngutúr og skoða umhverfið. Týna upp fallin lauf og safna þeim saman til þess að gera úr þeim fallegt skraut.

Þegar heim er komið er gott að raða laufunum á þurrt yfirborð þar sem þau mega standa þar til þau hafa þornað alveg. Ef þið viljið fá laufin alveg bein þá er gott að raða þeim inn á milli blaðsíðna inn í bók því þau eiga það til að beyglast saman ef þau fá að þorna án þess að vera pressuð niður.

Leyfið laufunum að þorna í að minnsta kosti sólarhring áður en þið hefjist handa.

Flest börn hafa gaman af dýrum og allskonar fígúrum. Það getur því verið gaman að leyfa ímyndunaraflinu að brjótast fram hjá þeim og sjá hvaða persónur þau búa til úr laufunum.

Börn elska að stimpla og að mála. Það er því ekkert skemmtilegra en að sameina þessi tvö áhugamál og fá að stimpla falleg laufblöð.

Það getur verið virkilega fallegt að kaupa kopar, gull eða silfur málningu eftir smekk og búa til fallega haustmynd úr laufblöðunum. Ekki skemmir fyrir að börnin geta gert þetta sjálf og jafnvel gefið ömmum og öfum heimatilbúna fallega jólagjöf.

Það er fátt notalegra en birtan af kerti á köldu haustkvöldi. Takið miðann af tómri krukku sem þið eruð hætt að nota og hreinsið hana vel bæði að innan og utan. Svo er einfandlega að líma laufblöðin á með sérstöku lími sem heitir Mod Podge og fæst í flestum föndurbúðum. Þetta er einnig tilvalin jólagjöf fyrir ömmu og afa frá börnunum.

Ef þú átt bók sem þú ert hætt/ur að lesa er um að gera að líma falleg laufblað á eina blaðsíðu úr bókinni og setja í ramma. Fallegt skraut og tilvalin jólagjöf.

Leyfið ímyndunaraflinu að ráða för þegar þið málið allskonar skraut á laufblöðin. Öll fjölskyldan getur gert sín eigin laufblöð.

Þegar þið eruð búin að leyfa laufblöðunum að þorna er um að gera að hengja þau á grein og leyfa þeim að njóta sín á fallegum stað á heimilinu.

Byrjið á því að búa til trölladeig með börnunum. Mótiði hringi og stingið gat efst í hringina. Festið laufblöðin ofan í leirnum og leyfið því að þorna í að minnsta kosti sólarhring áður en þið hengið það upp. Leirinn gæti verið lengur að þorna, það fer allt eftir þykkt hringsins.

Setjið laufblöð á hvítan pappír, notið sprey eða skvettið einfaldlega málningu yfir og fjarlægið svo blöðin.

Klippið út hringi í mismunandi litum og raðið svo laufblöðum á eins og vængjum. Límið svo eða teiknið augu á og gogg.

Þegar laufin hafa verið pressuð og eru alveg þurr í bókinni þá bindið þið mislanga tvinna í þau og hengið á óróa eða prik og leyfið þeim að hanga og njóta sín.

Finniði nokkur stór laufblöð og pressið í bók. Klippið út stafi barnsins ykkar og leyfið þeim að líma þá á laufin. Hengið þá svo í réttri röð með tvinna á lengri borða og þá eruð þið komin með fallegt nafnaskilti.

Klippið út miðjuna úr pappadisk og gerið gat efst. Leyfið börnunum að líma laufblöðin eftir sínu höfði á pappann og hengið svo upp sem fallegan haustkrans.

Þetta er tilvalin gjafahugmynd. Leyfið börnunum að mála laufblöðin og ramman í sama lit. Límið laufblöðin á hvítt blað og setið í ramman. Þegar ramminn er þornaður er hægt að skreyta hann með því sem barninu þykir fallegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“