fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun flugelda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna vill setja strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun með öllu. Þetta sýnir ný rannsókn sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa unnið að síðustu misseri og snýr bæði að viðhorfi til flugeldanotkunar og mengunar af völdum flugelda á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu.

Að rannsókninni standa Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, og Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við sama skóla. Í rannsókninni var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin sl. tólf áramót skoðuð í alþjóðlegu samhengi ásamt áhrifaþáttum mengunar en jafnframt kannaðar leiðir til úrbóta. Auk þess var viðhorf hagsmunaðila innan stjórnkerfisins, meðal sveitarfélaga, seljenda flugelda og ferðaþjónustu til flugelda kannað og sömuleiðis viðhorf þjóðarinnar í skoðanakönnun sem unnin var í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að dægurgildi svifryks, sem er minna en tíu míkrómetrar í þvermál (PM10), hafa ítrekað farið yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu á nýársdag sl. 12 ár. Sérstakt áhyggjuefni er gríðarhár styrkur svifryks á griðastöðum í þéttbýli, í miðjum íbúðarhverfum og útivistarsvæðum. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks, sem telst minna en 2,5 míkrómetrar í þvermál, um síðustu áramót mældist t.d. 3000 µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi. Þetta er er talið vera Evrópumet í mengun. Þetta fína svifryk getur ferðast djúpt ofan í lungun, niður í lungnablöðrur og þaðan í blóðrásarkerfið og skaðað líffæri. Í ofanálag inniheldur flugeldasvifryk hækkað magn þungmálma sem flokkast sem eiturefni. Einnig mældist hækkað gildi af Benzo(a)pyren í svifrykinu sl. áramót en það er krabbameinsvaldandi.

Nánar verður farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar og mögulegar leiðir til úrbóta á opnum fundi með rannsakendum í Háskóla Íslands föstudaginn 21. september kl. 14-15 í stofu 132 í Öskju, Sturlugötu 7.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki