fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Útvarpsmaðurinn Ívar fordæmir fóstureyðingar: Segir litla ófædda einstaklinga enda í ruslatunnum vegna „mæðra sem hugsa um sjálfar sig“

„Ég tel að enginn, hvorki maður né kona, eigi að hafa slíkan rétt“

Auður Ösp
Mánudaginn 10. október 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef líf sem kviknar í móðurkviði er afskrifað sem ómerkilegt fóstur, hvernig stendur þá á því að svona gríðarlega margar fyrrverandi verðandi mæður upplifa svona mikinn söknuð og samviskubit?“ spyr útvarpmaðurinn Ívar Halldórsson en hann kveðst ekki virða rétt þeirra verðandi mæðra til að ákveða hvort afkvæmi þeirra fái að lifa eða deyja. Í pistli á vef Vísis segir hann heilbrigðiskerfið hafa staðið sig vel í að svæfa samvisku kvenna sem telja sig ekki tilbúnar til að taka á móti litlum lifandi einstaklingum.

„Ég tel að enginn, hvorki maður né kona, eigi að hafa slíkan rétt. Ég stend hins vegar með þeim sem minna mega sín. Ég stend með þeim sem ekki geta varist þegar verðandi móðir ákveður að slökkva dýrmætan lífsneista lifandi mannveru. Ég stend með ófæddum einstaklingum sem eru í mótun í móðurkviði og eiga margir í vök að verjast nú á tímum,“ ritar Ívar en tilefnið er að pólska þingið felldi nýlega umdeilt fóstureyðingafrumvarp.

Þá segir Ívar að ekki fái margir að heyra „hryllingsögurnar“ sem heyrist á bakvið tjöldin þegar fóstureyðingar eru framkvæmdar. Þar fái „litlir ófæddir einstaklingar að enda í ruslafötum.“

„Raunveruleikanum er haldið frá konum til þess að þær þurfi ekki að þjást af „óþarfa“ samviskubiti sem eflaust myndi gera þeim erfiðara fyrir að iðka rétt sinn til að velja og hugsa fyrst um sjálfar sig,“

ritar Ívar og bætir við að „það vefjist ekki fyrir þeim sem fóstureyðingarnar framkvæma að ófæddu börnin hafa tilfinningar og finna til sársauka.“

Þá segir Ívar að það að velja hverjir fá að lifa og hverjir fái að deyja sé að hans mati ákvörðun sem enginn mennskur maður á að taka.

„Þegar líf hefur kviknað í móðurkviði og fyrsta blaðsíðan hefur verið skrifuð í ævisögu þess er að mínu mati bara eitt að gera, umfaðma það, vernda það og bjóða það velkomið í „vinalega“ veröld okkar. Það hlýtur að vera hægt að leysa flókin og tilfinningarík mál verðandi mæðra með öðrum hætti en að bregða á það vafasama ráð að eyða saklausu lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“