fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Flóttgjarna fólið

Jaishankar hefur mörg líf á samviskunni – Beitti sveðju á fórnarlömb sín

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 23. október 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað gekk indversku lögreglunni erfiðlega að koma lögum yfir M Jaishankar, siðblindan nauðgara og raðmorðingja sem hafði ýmislegt miður hugnanlegt á samviskunni.
Á árunum 2006–2009 hafði Jaishankar, sem er frá þorpinu Kanyapattanam Konasamudra í Salem, verið stórtækur hvað varðaði nauðganir, pyntingar og morð. Hann hafði ávallt sveðju í fórum sínum og ef fórnarlömb hans voru með eitthvert múður þá beitti hann henni hiklaust. Eftir að hafa látið til sín taka, meðal annars í Chennai, Hosur, Salem, Tirupattur og Bangalore, var Jaishankar loks handtekinn, í fyrsta skipti, í október árið 2009.

Fólið flýr

Í mars árið 2011, þann 18. nánar tiltekið, átti að flytja Jaishankar frá Coimbatore til Darmapuri. Á strætisvagnastoppistöð tókst honum að snúa á lögregluna og komst undan á flótta. Einn lögreglumannanna sem sáu um flutninginn fylltist svo mikilli skömm að hann svipti sig síðar lífi, en það er önnur saga.
Í einn og hálfan mánuð reyndi lögreglan að hafa hendur í hári kónans. Sjálfur beið Jaishankar ekki boðanna og fyrr en varði hrönnuðust líkin upp; sex konur, einn karlmaður og eitt barn.
Í apríl fékk lögreglan veður af Jaishankar í Bangalore, en greip í tómt þegar upp var staðið.

Var ekki fyrirstaða þegar Jaishankar flúði.
Fangelsisveggurinn Var ekki fyrirstaða þegar Jaishankar flúði.

Hundinginn handtekinn

Næst spurðist til Jaishankars í Nýju-Delí en enn tókst honum að forðast laganna verði, en þegar þar var komið sögu, í maíbyrjun, 2011, virtist aðeins tímaspursmál hvenær lögreglan hefði erindi sem erfiði.
Lögreglunni barst til eyrna að Jaishankar hefði holað sér niður einhvers staðar í Mumbai og ljóst þótti að leitinni lyki innan tíðar. Sú varð enda raunin 5. maí þegar Jaishankar var loks handtekinn, öðru sinni, í Karnataka-héraði.
En Adam var ekki lengi í Paradís og nú víkur sögunni til Parappana Agrahara-fangelsisins í Bangalore árið 2013.

Fúlmennið flýr

Á nánast ævintýralegan hátt tókst Jaishankar að flýja úr fangelsinu í september 2013. Hann hafði undirbúið flóttann í tvo mánuði og lagt á minnið venjur varðanna og þá tímatöflu sem þeir fóru eftir.
Að lokinni eftirlitsferð varðanna 2. september opnaði hann klefa sinn með lykli sem hann hafði útbúið og komst niður á jarðhæð fangelsisins. Vegna handvammar varðanna hafði ekki verið læst tveimur hliðum sem lágu út í fangelsisgarðinn.
Jaishankar ku hafa notað bambusstöng til að komast upp á rúmlega sex metra háan fangelsisvegg, síðan þurfti hann að ganga eftir öðrum vegg, eilítið lægri, og þaðan klifra upp á níu metra háan vegg. Með belti og laki sem hann hafði komið höndum yfir tókst Jaishankar síðan að slaka sér niður og út í frelsið.

Durturinn dæmdur

Í þetta sinn gat Jaishankar þó ekki lengi um frjálst höfuð strokið. Hann var handtekinn, í þriðja skipti, þann 6. september. En flóttinn hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir ellefu fangaverði sem fengu reisupokann vegna vanrækslu í starfi.
Jaishankar fékk, í apríl 2014, 10 ára dóm fyrir nauðgun og morð, en hans bíða að auki réttarhöld vegna 20 svipaðra mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson