fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Tveimur rússneskum njósnurum vísað frá Hollandi – Tengjast Skripal-málinu í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á árinu handtóku hollensk yfirvöld tvo meinta rússneska njósnara og vísuðu þeim úr landi. Þeir eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi Spiez-rannsóknarstofunnar í Sviss. Rannsóknarstofan hefur meðal annars séð um rannsókn á sýnum tengdum Novichoc árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury fyrr á árinu.

Mikil leynd hefur hvílt yfir málinu en hollenskir og svissneskir fjölmiðlar komust nýlega á snoðir um það. Svissneska dagblaðið Tages-Anzeiger segir að Rússarnir hafi verið handteknir í Haag í Hollandi í vor og hafi síðan verið vísað úr landi. Haft er eftir talskonu svissnesku leyniþjónustunnar FIS að þarlend yfirvöld viti af málinu og að FIS hafi komið að málum við að „hindra aðgerðir sem beindust gegn mikilvægum svissneskum innviðum“. Hún sagði að FIS starfi náið með hollenskum og breskum yfirvöldum í málinu.

Á laugardaginn skýrðu svissneskir saksóknarar frá því að sömu Rússar hafi verið til rannsóknar frá því í mars á síðasta ári vegna annarrar tölvuárásar sem beindit að alþjóðlegri stofnun sem berst gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“