fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 13. september 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum börnum finnst ótrúlega gaman að fá að leika sér í vatni. Hvort sem það er í baði, sundi eða við læk. Hins vegar leynast miklar hættur fyrir börn nálægt vatni og geta þau drukknað á mjög skömmum tíma í aðeins nokkurra sentimetra háu vatni.

Myndband af tveimur börnum í uppblásinni sundlaug gengur nú eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en í því má sjá hvernig móðir barnanna stígur til hliðar til þess að sinna síma sínum. Á sömu stundu snýst annað barnið á hvolf í hringkúti sínum og verður algjörlega bjargarlaust undir yfirborði vatnsins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, ræddi um nákvæmlega svona atvik í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Vísaði hún í fréttir frá Þýskalandi þar sem sambærileg atvik hafa komið upp:

„Nýir miðlar eru hluti af stærri mynd samfélagsbreytinga; fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu, þar sem miklu máli skiptir að við verðum í fararbroddi. Við vitum að þessi tæknibylting á eftir að breyta atvinnuháttum, vinnumarkaði, menntun og samfélaginu; við vitum líka að hún á eftir að breyta okkur sjálfum og upplifun okkar á veruleikanum. Í þýskum fjölmiðlum voru fréttir af því að óvenju mörg börn hafi drukknað í Þýsklandi í ár vegna þess að foreldrar þeirra voru upptekin í símanum. Við verðum að hafa þor til að horfast í augu við þennan nýja veruleika og samband okkar við tæknina til þess að næstu skref í þróun sambands þessarar tækni og okkar mannanna verði okkur til gæfu,“ sagði Katrín.

Í myndbandinu má þegar systkini barnsins reynir að aðstoða það og ná athygli móður sinnar sem áttar sig engan vegin á stöðunni vegna þess sem hún er að gera í símanum. Sem betur fer tókst að bjarga barninu að lokum.

Myndbandið er óhugnanlegt en mikil forvörn fyrir foreldra:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð