fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

„Ég ætla að segja frá öllu“ – Stormy Daniels gefur út bók um sambandið við Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 19:00

Melania Trump, Donald Trump og Stormy Daniels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámmyndastjarnan fyrrverandi Stormy Daniels fékk 130.000 dollara frá Donald Trump 2016 gegn því að hún myndi ekki segja frá meintu sambandi þeirra. Önnur kona fékk einnig greiðslu frá Trump fyrir að þegja um meint samband hennar við Trump. En nú ryðst Daniels fram á ritvöllinn því í byrjun næsta mánaðar kemur út bók eftir hana þar sem hún segir frá hinu meinta sambandi sínu við forsetann.

„Ég ætla að segja frá öllu.“

Sagði hún í gær í viðtali í sjónvarpsþættinum The View hjá ABC-sjónvarpsstöðinni.

Það var Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, sem greiddi Daniels 130.000 dollara fyrir þögn hennar. Í fyrstu neitaði Trump að vita nokkuð um málið en síðar viðurkenndi hann að hann hefði sjálfur lagt út fyrir greiðslunni. Samkvæmt bandarískum kosningareglum verður að gefa upp allar fjárhæðir sem eru notaðar til að hafa áhrif á kosningar. Af þeim sökum hefur verið lögð fram kvörtun hjá dómsmálaráðuneytinu og kjörstjórn vegna þess að þessir 130.000 dollarar voru aldrei gefnir upp.

Í herbúðum Trump er vörnin sú að peningarnir hafi verið notaðir til að bjarga hjónabandi hans en ekki til að hylma yfir hugsanlegt hneykslismál.

Michael Avenatti, lögmaður Daniel, var einnig með í The View og sagði hann að nú bíði „þrjár langar vikur“ Trump þar til bókin kemur út.

Á þriðjudaginn kom út bók um Trump og stjórnartíð hans eftir Bob Woodward. Sú bók hefur vakið mikla athygli og selst eins og heitar lummur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill