fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Píratar draga í land: Falla frá kröfu um stutt kjörtímabil

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. október 2016 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar eru tilbúnir til að gera málamiðlun um lengd kjörtímabilsins. Rökin eru þau, að þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um gætu tekið lengri tíma en svo að styttra kjörtímabil væri raunhæft, líkt og segir í tilkynningu. Skiptar skoðanir hafa verið um stutt kjörtímabil en tilllaga Birgittu Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata var á þá leið að eftir kosningar ætti að mynda ríkisstjórn utan um innleiðingu á nýrri stjórnarskrá og kjörtímabilið ætti að vera styttra en hin hefðbundnu fjögur ár.

Í tilkynningu sem flokkurinn sendir frá sér í dag kemur fram að umboðsmenn Pírata hafi tvívegis á undanförnum vikum hitt formenn Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Vinstri Grænna til að ræða samstarfsfleti og hugsanlegt samstarf eftir kosningar. Niðurstaða þessarra viðræðna hafi verið góð og Píratar afar jákvæðir á framhaldið.

„Við lögðum upp með það róttæka markmið að breyta eðli íslenskra stjórnmála, með þeim hætti að gagnsæi ríkti um hvaða málefni Píratar væru tilbúnir að gera málamiðlanir og hvaða hluti ríkti sátt um. Með þessari skýrslu gera Píratar grein fyrir niðurstöðunni, og uppfylla þannig markmið sitt og loforð sitt til kjósenda,“ segir jafnframt í tilkynningunni um leið og tekið er fram að Píratar séu tilbúnir að fjölga áherslumálum í samræmi við áherslur samstarfsflokkanna og leggja meiri áherslu á menntamál, umhverfismál, jafnréttismál og málefni eldri borgara og öryrkja.

„Eftir tæpa tvo sólarhringa ganga Íslendingar til kosninga. Skýrt val stendur nú milli umbótaflokka með skýra framtíðarsýn eða spillingarafla“ segja Píratar jafnframt en tilkynninguna má finna í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot