fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Einkennilegt líf með Rod Stewart

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 22. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rod Stewart var aðlaður á dögunum af Vilhjálmi Bretaprins. Penny, eiginkona hans, mætti vitanlega með manni sínum til athafnarinnar og þar voru einnig synir þeirra tveir, tíu og fimm ára. Penny, sem nú kallast lafði Penny, er 45 ára fyrrverandi undirfatamódel, og hefur verið gift hinum 71 árs Stewart í níu ár. Lífið með honum er stundum einkennilegt, eins og kom fram í umfjöllun Sunday Times um hjónabandið.

Stewart og eiginkona búa vel og söngvarinn á til að ávarpa konu sína í gegnum hátalarakerfi á heimili þeirra. Þettta mun hann gera til að þurfa ekki að hrópa og kalla því hann vill vitanlega spara röddina. Penny eldar ekki og segir ástæðuna þá að matseld hennar standist ekki kröfur eiginmannsins. Hún segist eiga þrjú börn, synina tvo og Stewart, sem hún kallar elsta barnið sitt.

Í umfjölluninni kemur einnig fram að Stewart sé afar nískur og sem dæmi er tekið að hann keyrði eitt sinn 16 kílómetra leið til að láta leiðrétta reikning á veitingastað, en þar hafði hann verið rukkaður um vatnsflösku sem hann hafði ekki pantað. Hann fékk flöskuna endurgreidda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brotnaði niður við lærdóminn

Brotnaði niður við lærdóminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin