fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

„Innbrotsþjófurinn“ er líka hirðljósmyndari Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 20:00

SAJ - höfundarmynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum átta ára ferli í pólitík. Þau mæta með ljósmyndarann sjálf sem bíður hér,“ sagði Kristín Soffía borgarfulltrúi Samfylkingarinnar um útgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi skipulagsráðs í vikunni. Sagði Kristín að Sjálfstæðismenn hefðu verið svo æstir í að komast í fréttir að þeir hefðu komið með eigin ljósmyndara með sér.

Ljósmyndarinn sem um ræðir er Sigtryggur Ari Jóhannsson, fyrrverandi ljósmyndari DV, en hann starfar í dag á Fréttablaðinu. Kamelljónið Sigtryggur, eða Diddi eins og hann er gjarnan kallaður, er enn og aftur hafður fyrir rangri sök þegar hann er við störf. Stutt er síðan að íbúar í Vesturbænum töldu Didda vera innbrotsþjóf að undirbúa óhæfuverk þegar hann gaf sér góðan tíma til að taka ljósmyndir af húsi knattspyrnukappans Gylfa Þórs Sigurðssonar. Í grúppu íbúa í Vesturbænum hafði fólk verulegar áhyggjur. Nú er Diddi enn og aftur hafður fyrir rangri sök og er nú sagður hirðljósmyndari Eyþórs Arnalds og hans fólks. Diddi var vitanlega á svæðinu á vegum Fréttablaðsins og hafði haft veður af því að mögulega væri frétt í uppsiglingu. Orðið á götunni er að á ritstjórn Fréttablaðsins hafi ein okkar reyndustu og bestu blaðakonum haft á orði að aðra eins vitleysu hefði hún ekki heyrt á sínum ferli og þegar Diddi var sakaður um að vera handbendi Sjálfstæðismanna. „Þetta er maður sem er eins lítið til fara og Sjálfstæðismaður og hugsast getur. Hann er eins og Pírati!“ hrópaði blaðakonan upp yfir sig, eins og henni einni er lagið.

Eftir stendur spurningin, hvort er verra að vera sakaður um að vera ósvífinn innbrotsþjófur eða hirðljósmyndari Sjálfstæðisflokksins!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?