fbpx
Mánudagur 15.september 2025
FókusKynning

Reglubundin þjónustuskoðun kemur í veg fyrir bilanir

Kynning

Bílvogur, Auðbrekku 17, Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaverkstæðið Bílvogur er rótgróið og traust verkstæði sem hóf starfsemi vorið 1987. Fyrirtækið hefur því verið starfandi í hartnær 30 ár og hefur frá upphafi verið í Auðbrekku 17, í Kópavoginum.

Bílvogur er löggilt endurskoðunarverkstæði og er jafnframt gæðavottað af Bílgreinasambandi Íslands (BGS). Gæðakerfið tekur á öllum þáttum rekstrarins með eftirfylgni. Allt frá ritun verkbeiðni, vinnu á verkstæði og til útskriftar reiknings. Eigendur verkstæðisins eru félagarnir Björn og Ómar sem hafa starfað í faginu um áratugaskeið. „Hjá okkur starfa fagmenn með áralanga reynslu og þekkingu. Reglulega sækja starfsmenn okkar viðurkennd námskeið til að læra um nýjungar og tækni í greininni. Við erum um sjö sem vinnum hér saman á verkstæðinu allt árið um kring,“ segja þeir Björn og Ómar.

Reglubundin þjónustuskoðun og smurþjónusta er lykilatriði

„Heimilisbíllinn hefur fyrir margt löngu tekið við hlutverkinu sem þarfasti þjónninn og gegnir mikilvægu hlutverki í okkar daglega lífi. Til þess að fyrirbyggja bilun á bílnum er best að fylgja reglubundinni þjónustuskoðun og smurþjónustu sem tilgreind er í þjónustubók bílsins. Sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerð má nefna skoðun á ástandi tímareimar, en mikill kostnaður getur hlotist af ef tímareim slitnar í bíl,“ segja Björn og Ómar.

Þeir félagar segja tækniframfarir hafa breytt miklu í bílaviðgerðum. Samhliða aukinni tækni er bilanaleit mun nákvæmari en áður og er því nauðsynlegt að vera með réttu græjurnar. „Allt frá upphafi höfum við sérhæft okkur í viðgerðum á Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi. Þessir bílar eru okkar sérfag,“ segja Björn og Ómar að lokum.

Hjá Bílvogi er hægt að fá allar almennar bílaviðgerðir á fólksbílum eins og þjónustuskoðanir, bremsuviðgerðir, pústviðgerðir, smurþjónustu, tímareimaskipti, aflestur í tölvu vegna bilanaleitar og endurskoðun.

Strákarnir í Bílvogi eru alltaf tilbúnir að þjónusta alla sína viðskiptavini og hjálpa þeim að halda bílnum í sínu besta ásigkomulagi.

Hægt er að hafa sambandi í síma 564-1180 eða bara að koma á staðinn í Auðbrekku 17, Kópavogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri