fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 11:37

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir það skjóta skökku við að ekki sé hægt að fá svokallaðar Empwr peysur á vegum UN Women í stærðinni XL. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess.

Tara segir á Facebook-síðu að það felist þversögn í því að peysur sem boði valdeflingu fáist ekki í yfirstærð. „Frekar mikil þversögn í skilaboðum peysunnar og stærðunum sem hún býðst í (xs-l). Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum sem útiloka stóran hóp fólks, óháð hugsuninni á bak við fatnaðinn. Gerið bara betur!,“ segir Tara.

Hún bendir svo á í athugasemd að hægt sé að fá peysurnar í XS, þó færri noti þá stærð. „Þrátt fyrir að xl er miklu meira keypt stærð en nokkurn tímann xs. Þetta meikar ekki einu sinni sens út frá viðskiptafræðilegu sjónarhorni,“ segir Tara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því