fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

„Hvenær ætlar borgarstjórnarmeirihlutinn að stíga inn í veruleikann og viðurkenna að fólk þarf að borga skattana og að það flytur ekki inn í íbúðir á glærum?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. ágúst 2018 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins eru gagnrýnir á borgarstjórnarmeirihlutann í dag sem endranær. Heiða B. Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fékk á baukinn frá Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir ummæli sín um að hátt byggingargjald hafi engin áhrif á íbúðarverð:

„Eyþór Arnalds segir frá því á Netinu að hann hafi verið í útvarpsviðtali ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarráðs Reykjavíkur og varaformanni Samfylkingarinnar. Þar hafi Heiða ítrekað þá skoðun sína að „hátt byggingargjald hjá Reykjavíkurborg hefði engin áhrif á verð íbúða“. Um þetta sagði Eyþór: „Ef þessi kenning væri rétt hefðu opinber gjöld engin áhrif á bensínverð. Og þá hefðu tollabreytingar engin áhrif á verð á bílum. Ef þessi nýja hagfræðikenning stæðist væri best fyrir borgina að hækka byggingarréttargjaldið úr ca 5 milljónum í 50 milljónir á íbúð. Hagnaðinn væri hægt að nota til að stöðva skuldasöfnun borgarsjóðs. Og íbúðir í borginni væru áfram á sama verði. Ekki satt? Svo voru það óbyggðu íbúðirnar fyrir lágtekjufólk sem áttu að vera þúsund í byggingu. Það var víst mismæli. Verst að meirihlutinn hefur áður haldið þessu fram. Voru það líka mismæli? Með góðum vilja má telja 276 íbúðir í byggingu af þessu tagi. Það er langt frá því að vera 1.000. Og enn lengra frá því að vera 3.000, en það var loforð Samfylkingarinnar fyrir rúmum fjórum árum.“

Staksteinar bæta síðan við:

„Hvenær ætlar borgarstjórnarmeirihlutinn að stíga inn í veruleikann og viðurkenna að fólk þarf að borga skattana og að það flytur ekki inn í íbúðir á glærum?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki