fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Kom að innbrotsþjófum í miðjum samförum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Barnes, húsmóðir í Suður-Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum, vissi vart hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún kom heim eftir ferðalag á sunnudag. Ekki var nóg með að brotist hafði verið inn í húsið hennar, heldur voru innbrotsþjófarnir að hafa samfarir á sófanum hennar þegar Bares bar að garði. „Mig langaði svo mikið að lemja manninn,“ segir Barnes við WREG TV.

„Það er allt á rúi og stúi, gjörsamlega á hvolfi. Það er eins og þau hafi haldið stórt partý,“ segir hún enn fremur. Þegar hún kom að parinu reyndi konan, annar innbrotsþjófurinn, að grípa flíkur til að klæðast. Það reyndust vera föt af húsráðanda og tók Barnes það ekki í mál. Hún hrifsaði fötin af henni.

Hún segir að henni hafi verið skapi næst að berja þau. Hún greip kúst en lét þó ekki til skarar skríða. Barnes ber að þegar hún hafi elt manninn út úr húsinu hafi hann ítrekað sagt að hann vissi ekkert.

Peningar af heimili hennar ásamt fatnaði, skartgripum og öðrum verðmætum. Barnes metur tjónið á 2.200 dollara, eða rúmlega 250 þúsund krónur.

En andlega tjónið er verst. „Mér líður ekki vel í húsinu mínu. Í mínum augum er ég heimilislaus,“ sagði hún við WREG TV.

Hún hefur stofnað reikning á GoFundMe þar sem hún freistar þess að safna peningum fyrir því sem stolið var af henni. Innbrotsþjófarnir ganga enn lausir en lögreglan veit hverjir voru að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins