fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Alfreð leigir út glæsihýsi sitt í Garðabæ – Sjáðu myndirnar

Fókus
Laugardaginn 21. júlí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir þekktir Íslendingar drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar í gegnum Airbnb. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur verið greint frá því að þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, stæðu í slíkri útleigu. Að auki er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti.

En það eru fleiri þjóðþekktir Íslendingar sem drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar. Í þeim hópi eru landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, virkjunarsinninn Kristinn H. Gunnarsson. Í helgarblaði DV má lesa um íbúðir margra þekktra Íslendinga en í þessari umfjöllun ætlum við að skoða íbúð Alfreðs Finnbogasonar.

Íbúð Alfreðs, sem hann leigir út í Garðabæ er stílhrein og glæsileg. Nóttin kostar 175 Bandaríkjadali eða um 18.500 krónur. Alfreð lætur fyrirtækið Heimaleigu sjá um starfsemina á meðan hann einbeitir sér að fótboltanum og samfélagsmiðlum. Rekstarstjóri er Frans Garðarsson en kona hans er hin þekkta snapchat-stjarna Sólrún Diego. Íbúð Alfreðs er aðeins laus í sex daga í septembe.

Alfreð hefur fengið 38 umsagnir og er með fimm stjörnur rétt eins og Rúrik Gíslason en fjallað var um íbúð hans á föstudaginn. Alfreð og Rúrik eru nágrannar en íbúð þess síðarnefnda er á hæðinni fyrir neðan. Þeir sem hafa leigt íbúð Alfreðs eru hrifnastir af útsýninu.

„Frábær staðsetning, þægileg rúm og góð sturta. Mæli með að kaupa tappatogara og kannski taka með nokkra Nespresso kaffipoka ef þú ert kaffi eða vínunandi. Við höfum ekkert nema gott að segja um íbúðina,“ segir í einni umsögninni um íbúðina sem þykir nútímaleg,  rúmgóð og hrein. Þá sé stutt með bíl í miðbæ Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Í gær

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“