Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

Þekktir Íslendingar græða á Airbnb – Viltu sofa í rúmi Rúriks Gíslasonar? – Myndasyrpa

Fókus
Föstudaginn 20. júlí 2018 19:02

Frábært útsýni

Fjölmargir þekktir Íslendingar drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar í gegnum Airbnb. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur verið greint frá því að þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, stæðu í slíkri útleigu. Að auki er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti.

En það eru fleiri þjóðþekktir Íslendingar sem drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar. Í þeim hópi eru landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, virkjunarsinninn Kristinn H. Gunnarsson. Í helgarblaði DV má lesa um íbúðir margra þekktra Íslendinga en í þessari umfjöllun ætlum við að skoða íbúð hins vinsæla Ruriks Gíslasonar sem eignaðist yfir milljón aðdáendur á meðan HM í knattspyrnu stóð yfir.

Íbúð Rúriks, sem hann leigir út í Garðabæ, er í anda landsliðsmannsins, stílhrein og glæsileg. Nóttin kostar 175 Bandaríkjadali eða um 18.500 krónur. Rúrik lætur fyrirtækið Heimaleigu sjá um starfsemina á meðan hann einbeitir sér að fótboltanum og samfélagsmiðlum. Rekstrarstjóri Heimaleigu sem þykir sjá vel um sína kúnna er er Frans Garðarsson en kona hans er hin þekkta snapchat-stjarna Sólrún Diego.

Í júlí eru fjórir dagar lausir í íbúð Rúriks Gíslasonar og tíu dagar í ágúst. Í september eru svo 20 dagar lausir.  Íbúð Rúriks hefur fengið 31 umsögn og  fimm stjörnur af fimm mögulegum. Einn þeirra fjölmörgu sem hefur leigt íbúðina segir:

„Nútímaleg og stílhrein íbúð. Frábært útsýni frá svölum og hverju herbergi. Ef ég kæmi aftur til Íslands myndi ég gista aftur hér.

Eins og áður segir varð Rúrik frægur víða um heim eftir HM í Rússlandi. Hinir fjölmörgu aðdáendur eiga nú kost á að sofa í íbúð knattspyrnukappans fyrir tæpar 20 þúsund krónur.

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“