fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Inga Sæland ætlar að giftast æskuástinni – „He‘s the love of my life“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 20. júlí 2018 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ætlar að giftast æskuástinni, Óla Má Guðmundssyni. Parið er búsett í glæsilegri 148 fermetra eign við Maríubaug í Grafarholti sem þau leigja af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins. Var leigan um 110 þúsund krónur en kveðst Inga Sæland hafa boðist til að greiða hærri leigu eftir að hún settist á þing. Inga vakti mikla athygli í kosningunum og þótti árangur flokksins fara langt fram úr vonum.

Á Vísi er greint frá því að Inga og Óli stefni á að gifta sig. Dagsetning liggur ekki fyrir. Parið gifti sig fyrst þegar Inga Sæland var 18 ára og Óli 24 ára. Eiga þau saman fjögur börn. Þau skildu árið 2000 en tóku svo aftur saman. Í kosningabaráttunni sagði Inga:

Ég er landsbyggðarstúlka, fædd og uppalin á Ólafsfirði. Flutti til Reykjavíkur árið 1994 og hef búið þar síðan. Ég er baráttukona og réttlæstissinni, og vil leggja mitt af mörkum til að útrýma mismunun, fátækt og spillingu. […] Ég er fráskilin fjögurra barna móðir og amma.“

En Inga og Óli ákváðu eins og áður segir að hefja aftur samband og stefna nú á að giftast.

„He‘s the love of my life,“ sagði Inga við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.