fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu eykst á milli ára

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 10:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðabirgðaniðurstöður ferðaþjónustureikninga gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. Aukning í hlutdeild af landsframleiðslu var nokkuð minni árið 2017 en árin 2015 og 2016 en aftur á móti sambærileg því sem hún var árin 2012 til 2014. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands 2.690.465 árið 2017 sem var 25,4% aukning frá fyrra ári. Flestir ferðamenn eru gistifarþegar sem koma til landsins með millilandaflugi. Gistifarþegum fjölgaði um 24,1% sem er mun meiri aukning en í fjölda gistinátta sem fjölgaði um 7,3%.

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna voru 376,6 milljarðar króna árið 2017
Heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu 376,6 milljörðum króna árið 2017 samanborið við 346 milljarða króna árið 2016. Tæpur fjórðungur útgjaldanna var vegna kaupa á gistiþjónustu eða 85,6 milljarðar króna. Þá greiddu erlendir ferðamenn 71,4 milljarða til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og 65 milljarða til innlendra flugfélaga vegna fargjalda hingað til lands og innanlands.

Útgjöld erlendra ferðamanna vega hlutfallslega mest í þjónustugreinum sem beint tengjast ferðamönnum. Hér má nefna ferðaskrifstofur, hótel og gistiheimili, bílaleigur og farþegaflutninga. Útgjöld erlendra ferðamanna í starfsemi sem fyrst og fremst snýr að heimamarkaði hefur þó farið vaxandi. Árið 2017 stóðu erlendir ferðamenn undir 46% af starfsemi veitingaþjónustu hérlendis, 29% af afþreyingar- og tómstundastarfsemi, 13,6% af menningarstarfsemi og 4,5% af verslun.

Tafla 1. Neysla í ferðaþjónustu á Íslandi 2009–2017 á verðlagi hvers árs
Milljarðar króna 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2
Neysla í ferðaþjónustu, alls 167,9 173,8 204,5 245,0 278,6 319,3 388,7 491,4 534,0
Neysla erlendra ferðamanna 92,8 90,6 112,7 137,7 166,2 198,0 260,0 346,0 376,6
Neysla innlendra ferðamanna 60,6 67,4 73,8 87,2 90,7 99,5 105,4 119,2 130,6
Önnur neysla í ferðaþjónustu¹ 14,5 15,8 18,0 20,1 21,7 21,8 23,3 26,2 26,9
¹ Tilreiknuð leiga á sumarhúsum og kostnaður atvinnurekenda vegna viðskiptaferða starfsfólks.
2 Bráðabirgðatölur

Hlutur ferðaþjónustu samanborið við aðra atvinnugreinaflokka árið 2017
Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki til sem sérstök atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun, heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“