fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir leiðtogafund Pútíns og Trump aðeins til málamynda

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. júlí 2018 13:16

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogafundur Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stendur nú yfir í Helsinki. Fundinum seinkaði um klukkustund vegna tafa í flugi Pútíns, en leiðtogarnir mættu á fundinn með um 10 mínútna millibili. Þar tókust þeir í hendur en spöruðu þó sparibrosið og virtist heldur þungt yfir með þeim félögum.

Trump óskaði Pútín til hamingju með HM í knattspyrnu, sagðist hafa horft mikið á það. Hann tók fram að mikil tækifæri fælust í samstarfi þjóðanna þrátt fyrir að þeim hefði ekki komið vel saman undanfarið, en að lokum myndu þau eiga í „óvenjulegusambandi“. (Extraordinary relationship).

Ummæli Trumps koma í kjölfar tísts hans í gær, þar sem hann kenndi Bandaríkjunum um slæmt samband þjóðanna.

BBC hefur eftir Mikhail Kasyanov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, að fundurinn sé aðeins til málamynda, einskonar PR „stönt,“ því engar stórar ákvarðanir verði teknar á fundinum.

Hann segir að Trump sé ólíklegur til að bjóðast til að aflétta viðskiptabanni, en tekur fram að báðir séu forsetarnir ólíkindatól. Í Rússlandi sé hinsvegar alræðisstjórn, þar sem allt velti á leiðtoganum og því sé Pútín undirbúinn fyrir allt mögulegt.

„Trump hefur stolið mikilvægum eiginleikum frá Pútín, á borð við ófyrirsjáanleika og akkúrat núna, á fólk erfitt með að sjá fyrir hvað gæti gerst,“

segir Kasyanov

Lesa má nánari umfjöllun um fundinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki