fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Af hverju er tölvuleikurinn Fortnite svona rosalega vinsæll?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornite leikurinn nýtur mikilla vinsælda þessi misserin en um 125 milljónir notenda spila leikinn. Leikurinn er ókeypis og hefur farið sigurför um heiminn. En hvernig tekst leiknum að halda svona mörgum við skjáinn?

Leikurinn var settur í loftið í september á síðasta ári og síðan hafa 125 milljónir skráð sig sem notendur hans að sögn Epic Games sem bjó leikinn til. Að baki þessum glæsta árangri eru eflaust margar ástæður en kannski er aðalástæðan sú að í leiknum blandast saman margar tegundir ólíkra tölvuleikja. Leikurinn er í stuttu máli sagt samblanda af byggingarleik á borð við Minecraft og skotleik á borð við Counter Strike.

Vinsælasti hluti spilsins snýst um að 100 leikmenn berjast sín á milli þar til aðeins 1 stendur eftir uppi á eyðieyju.

Leikmenn geta keypt sér ýmislegt í leiknum en úrvalið í versluninni er síbreytilegt og ef fólk kaupir ekki hlutina um leið og það sér þá getur svo farið að það missi af þeim því þeir geta verið horfnir næsta dag. Þetta getur vakið upp tilfinningu hjá fólki að það verði að skoða hvað er í boði daglega til að missa ekki af einhverju.

Einnig er í boði að kaupa svokallaða „battle pass“ til að fá aðgang að verkefnum sem hjálpa leikmanninum til að fá hluti sem eru eftirsóttir í leiknum. Þeir sem kaupa „battle pass“ neyðast eiginlega til að spila mikið til að fá eitthvað fyrir peningana sína. Leikmenn geta ekki keypt neitt í leiknum sem veitir þeim forskot fram yfir aðra eða hjálpar þeim að vinna.

Þrátt fyrir að leikurinn sé ókeypis þá var velta hans í maí sem svarar til rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Þessir peningar koma aðeins frá sölu á „battle pas“ og öðru í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið