fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Þórólfur auglýsti eftir lágvaxinni fatafellu: Ekki var allt sem sýndist – Viðbrögðin létu ekki á sér standa

Fókus
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Júlían Dagsson, sem hefur getið sér gott orð sem einn helsti framvarðarmaður Pírata á Suðurnesjum, auglýsti í gær eftir fatafellu fyrir steggjun. Auglýsingin var birt í hópnum Vinna með litlum fyrirvara á Facebook.

Viðbrögðin voru gríðarleg en þegar betur var að gáð mátti sjá að auglýsing Þórólfs var ádeila á þráð sem hafði birst í grúppunni deginum áður. Auglýsing Þórólfs var því plat. Deginum áður hafði kona auglýst eftir karlmanni sem væri laus 28. júlí þar sem átti að gæsa vinkonu hennar. Vildi hún að karlmaðurinn myndi fækka fötum og í auglýsingunni sagði: „Því lágvaxnari því betra“.

Sá þráður logaði og voru innlegg yfir 400 líkt og lesa má um á menn.is. Þar veltu sumir fyrir sér hvað myndi gerast ef hlutverkunum væri snúið við og auglýst eftir konu í steggjun. Þórólfur tók áskoruninni og birti auglýsingu í hópnum og spurði: „Ekki er einhver kvenmaður laus í stripp 28. júlí fyrir steggjun? Því lágvaxnari, því betra.“

Í samtali við DV kveðst Þórólfur hafi haft veður af auglýsingunni á Facebook-vegg vinar síns.

„Hann lagði upp þá spurningu „hvað ef hlutverkunum yrði skipt út kona í staðin fyrir karl“ hversu illa útreið sú auglýsing fengi líklegast, tímasetningin var kannski ekki nógu góð til þess að kalla fram slæm viðbrögð þar sem upprunalega auglýsingin er þarna á sama tíma,“ segir Þórólfur og bætir við:

„Umræðan um vændi og súludans er svo sem ekkert ný en það virðist vera auðveldara fyrir karlmenn að stunda þessa vinnu óáreittir heldur en konur, kannski því það er gert ráð fyrir því að konur geti frekar verið misnotaðar við þessa iðju heldur en karlar, það þarf að skapa rétta umhverfið til þess að þeir einstaklingar sem að vilja stunda þetta geti gert það á sínum forsendum og ekki í neyð.“

Þá segir Þórólfur að lokum:

„Er það ekki partur af frelsinu að geta gert það sem maður vill gera? Kvenfrelsi til þess að stryppa jafnt á við karlfrelsi til þess að gera slíkt hið sama? Eða á að banna þetta allt saman?“

Svari nú hver fyrir sig!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar