fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Karen Kjerúlf opnar listasýningu á Vopnafirði – Kraftur og fegurð skín í gegnum verkin

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær opnaði listakonan Karen Kjerúlf málverkasýningu í Kaupvangskaffi á Vopnafirði.

Sýningin verður opin allan júlí frá kl. 11-21.

„Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður,“ segir Karen, en hún málar flest verka sinna á heimili hennar í Reykjavík, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn.

„Listin er og hefur verið ástríða mín frá unga aldri,“ segir Karen. „Ég er mikið náttúrubarn og sæki meðal annars innblástur í íslenska náttúru. Kraftur og fegurð sem einkennir náttúru Íslands skín í gegnum mörg verka minna.“

Sýningin núna er fimmta sölusýning Karenar og að þessu sinni haldin fyrir austan, en Karen á ættir að rekja þangað. Hún er ættuð frá Krossavík í Vopnafirði, barnabarn Ingibjargar Sigmarsdóttur og Frímanns Jakobssonar og dóttir Sigríðar Kjerúlf Frímannsdóttur.

„Ég er heilluð af fjölbreytileikanum og stíg því oft út fyrir rammann og mála eitthvað allt annað, svo sem íslenska hestinn, kvenlíkamann eða jafnvel abstrakt.“

Karen tekur einnig að sér að mála myndir eftir sérpöntunum. „Ég hef verið beðin um að mála ákveðna bóndabæi, ákveðin fjöll, ákveðið landslag, bara svo dæmi sé tekið.“

DV kíkti í heimsókn á fallegt heimili Karenar í fyrra og má lesa það viðtal hér.

Frekari upplýsingar má finna á vefgallerí Karenar.

   

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði