fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Katrín Helga: „Það skiptir svo miklu máli að standa alltaf upp aftur, sama hvað“

Vynir.is
Fimmtudaginn 28. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef oft spáð í því hvers vegna við erum svo gagnrýnin á okkur sjálf. Hvers vegna við erum svona dugleg að brjóta okkur sjálf niður og hugsa allt það versta um okkur sjálf.

Þínar efasemdir byrja hjá þér

Það getur verið að þjóðfélagið, eins og það er í dag sé of duglegt að kenna okkur hvað okkur eigi að finnast um hitt og þetta. Kannski erum við orðin svo áhrifagjörn að okkur finnist við verða að hlusta á aðra. Þegar að staðreyndin er sú að maður er sá eini sem að getur vitað hvað er best fyrir sjálfan sig.

Svo getur líka vel verið að efnahagsástandið í þjóðfélaginu haldi aftur af okkur er varðar að gera það sem okkur dreymir um að gera. En það er klárlega svo að það er allt of mikið utan að komandi sem að hefur áhrif á okkur.

Þjóðfélagið og hugmyndir annarra hafa svo mikil áhrif, að maður fer að efast um það sem maður er fær um að gera og geta. Það er mjög sorglegt að átta sig á því og að horfa upp á það.. Og jafnframt að upplifa það sjálfur hvað maður er duglegur að brjóta sig niður vegna þess að þér finnst þú ‘ekki geta gert hitt og þetta, vegna þess að þú heyrir út undan þér einhverja tala um það.

Þú getur allt sem að þú ætlar þér og einbeitir þér að

Sem betur fer er staðreyndin samt önnur, þú getur gert allt sem að þú villt gera. Alveg sama hvaða skoðun fólk hefur á því sem að þú ert að gera, þú getur það. Það er þeirra mál hvaða skoðun þau hafa. Það er ekki þitt vandamál, þú hefur í nógu að snúast að berjast við þinn efa.

Gerðu það sem er best fyrir þig, leggðu allt sem að þú átt í að ná þínum markmiðum. Ef að þú dettur niður og byrjar að efast um sjálfan þig, stattu þá aftur upp.

Það skiptir svo miklu máli að standa alltaf upp aftur, sama hvað.

Aftur og aftur og aftur….

Trúðu á sjálfan þig, gerðu það sem að þú þarft að gera fyrir þig – Það gerir það enginn annar.

Höfundur færslu er Katrín Helga og birtist hún upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.