fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Íslenskur þingmaður dreifir falsmyndum af börnum í búri til að mótmæla stefnu Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 10:03

Þessi mynd fer eins og eldur í sinu um alnetið, í góðum tilgangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú heyrast fréttir af börnum í búrum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum sem leita pólitísks hælis og betra lífs í landi allsnægtanna. Hefur Trump Bandaríkjaforseti verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa stefnu sína og mannréttindafrömuðir keppast við að fordæma þessar aðgerðir.

Fjölmargir íslendingar dreifa nú mynd af barni í búri á samfélagsmiðlum og mótmæla þessari meðferð á börnum. Gengur þeim eflaust gott eitt til enda málstaðurinn þarfur.

Þar á meðal er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

 

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ágúst segir nóg komið og birtir mynd af barni í búri, sem virðist afar ósátt við hlutskipti sitt. Má skilja samhengið sem svo, að um sé að ræða barn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó:

„Nú er nóg komið, og í raun fyrir löngu. Þessi forseti Bandaríkjanna stendur fyrir ótrúlegri mannvonsku þegar hann aðskilur börn flóttamanna frá foreldrum sínum og setur í búr. Nú verða þessir íslensku ráðherrar að fordæma þessa stefnu hátt og snjallt. Ísland er Nató-þjóð með rödd sem ber að nota við svona aðstæður. Hvernig Bandaríkin eru þróast minnir margt á hvað gerist í þáttaröðinni Handmaid’s Tale, þar sem meira að segja vísun í Biblíuna er notuð sem réttlæting fyrir þessu ofbeldi. Núna verða íslenskir ráðamenn, allir með tölu, að vakna og í raun öskra. Annars ættu þeir að finna sér eitthvað annað gera.“

Myndin sem Ágúst, og fleiri aðrir, eru að nota, og má sjá efst í fréttinni, er hinsvegar ekki lýsandi fyrir aðstæður, enda ekki tekin við landamærin, af þeim börnum sem eru aðskilin foreldrum sínum. Má því segja að um einskonar falsmynd sé að ræða, en ítrekað er að fréttirnar frá landamærunum eru það ekki.

Tekið skal fram að eflaust er Ágústi Ólafi ekki kunnugt um uppruna myndarinnar.

Í víðara skoti á annarri mynd má sjá að um skipulögð mótmæli er að ræða. Aðstæður barnsins eru því kannski ekki jafn hræðilegar og hin myndin bendir til.

Myndin er tekin þann 10. júní í Dallas og var verið að mótmæla því sama og Ágúst Ólafur, að börn væru aðskilin frá foreldrum sínum við landamærin.

 

Víðara skot af sama barni, sem er neðst í hægra horninu. Það má þekkja af fötunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki