fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Myndband: Brjálaðist við flugþjón eftir að hann fékk samloku með kalkúna„skinku“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 21:30

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brjálaður flugfarþegi náðist á myndband að úthúða flugþjón vegna þess að hann taldi að kalkúnasamlokan hans innihéldi skinku.

Maðurinn var að fljúga með Wizz Air frá Lundúnum til Skopje í Makedóníu á sunnudagsmorguninn. Hann pantaði kalkúnasamloku, sem innihélt kalkúnaskinku, og vatnsflösku. Þegar hann var hálfnaður með samlokuna kallaði hann á flugþjóninn og sagði að það væri svínakjöt í samlokunni sinni. Samlokan var merkt kalkúnaskinka, sagði hann að skinka væri svínakjöt og að hann mætti ekki borða svínakjöt þar sem hann væri múslimi.

Flugþjóninn reyndi að útskýra fyrir honum að orðið „skinka“ væri ekki svínakjöt í þessu tilviki heldur væri verið að vísa til þess hvernig kalkúnninn væri verkaður. Maðurinn trúði henni ekki:

„Ég vinn á veitingastað. Ég veit hvað skinka er. Skinka er svínakjöt. Þetta bragðast ekki eins og kalkúnn, þetta bragðast eins og skinka. Þetta er ekki rétt, þú átt að segja fólki að þetta sé svínakjöt. Ég er múslimi. Þetta er svínakjöt. Hvað er að þér heimska andskotans tíkin þín?“

Annar flugþjónn kom og reyndi að útskýra fyrir manninum að það væri ekki svínakjöt en maðurinn vildi ekki trúa þeim.

Myndbandið var tekið af farþeganum sem sat við hliðina á manninum, segir hann í samtali við Metro að hann hafi pantað sömu samloku og að kalkúnaskinkan hafi ekki bragðast eins og venjuleg skinka heldur eins og kalkúnaskinka.

Maðurinn fékk á endanum endurgreitt þær rúmu 800 krónur sem hann borgaði fyrir samlokuna og vatnsflöskuna.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna