fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Beið eftir að verða rekin

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. ágúst 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir var fyrsta íslenska transkonan sem kom fram fyrir augu þjóðarinnar, bein í baki, stolt og loksins byrjuð að lifa í sínu rétta kyni. Viðtalið birtist árið 1994 í Nýju Lífi og vakti mikla athygli. Anna var önnur íslenska konan sem gekkst undir kynleiðréttingu, en sú fyrsta hefur aldrei kosið að koma fram í fjölmiðlum. Anna og Ragnheiður Eiríksdóttir blaðakona, hittust á kaffihúsi, drukku kaffi, borðuðu belgískar vöfflur og ræddu saman um lífið og tilveruna.

Anna Kristjánsdóttir fæddist 30. desember árið 1951 í Höfðaborginni í Reykjavík og var alin upp að hluta í Mosfellsdalnum. Hún fæddist í líkama lítils drengs, en vissi samt alltaf að hún væri kona. Fjölskyldan taldi átta manns, en Anna var yngst, og öll bjuggu þau saman í aðeins 39 fermetrum. „Það þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. Auðvitað var þröngt um okkur, en einhvern veginn virkaði það.“

Beið eftir að verða rekin

Anna vann á dæmigerðum karlavinnustað. „Ég mætti ekki bara einn daginn sem kona, en þegar ekki varð hjá því komist að hætta blekkingarleiknum ákvað ég að útbúa bréf sem ég stakk í pósthólf allra starfsmanna eina næturvaktina. Svo fór ég heim og beið eftir að verða rekin.“ Það fór þó ekki svo, því vinnufélagar og yfirmenn reyndust skilningsríkir og styðjandi. „Það kom mér mjög á óvart. Yfirmenn kölluðu meira að segja til helstu sérfræðinga Svíþjóðar sem töluðu við starfsfólk á fræðslufundi. Einhverjir minniháttar hnökrar komu upp á, en það lagaðist mjög fljótt.“

Árið sem Anna fór í sína kynleiðréttingaraðgerð voru ellefu slíkar aðgerðir gerðar í Svíþjóð. Í dag eru 50–60 aðgerðir framkvæmdar árlega. „Upp úr aldamótum kom út rannsókn sem sýndi að Svíar höfðu verið of harðir á kröfunum fram að því. Aðeins 4 prósent kynleiðréttinga sem höfðu verið gerðar höfðu afleiðingar sem skilgreina mátti sem neikvæðar. Þegar ég gekk í gegnum þessa síu voru ótrúlegustu skilyrði sem þurfti að uppfylla. Transfólk mátti alls ekki vera alkar, ekki vera á sakaskrá, ekki of hávaxið eða of feitt og ýmislegt fleira. Í dag hefur mikið af þessu verið fellt úr gildi. Sem betur fer var mitt sakavottorð tandurhreint og mér tókst að uppfylla flest hin atriðin á listanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik