fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Hvað segir eiginkonan?: „Jói er frábær dansfélagi í gegnum lífið“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn, leikstjórinn og handritshöfundurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur leikið jafnt á sviði, sem í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Á meðal nýjustu verka hans eru Rig45, Víti í Vestmannaeyjum og Icelandic Sagas – The Greatest Hits, sem sýnd er í Hörpu.

DV heyrði í eiginkonu Jóa, Guðrúnu Kaldal, framkvæmdastjóra frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar í Reykjavík og spurði: Hvað segir eiginkonan um mann sinn?

„Jói minn er einstaklega gefandi og góð manneskja fyrir utan hvað hann er sætur. Jói er sérlega skemmtilegur og alltaf stutt í glens og grín og hann er oft með heilu leikþættina fyrir mig um hin hversdagslegustu málefni. Hann er frábær pabbi sem fylgir strákunum sínum vel eftir, styður þá og styrkir í lífsins ólgusjó. Við erum búin að vera saman í 22 ár og á þeim tíma búin að ferðast víða með strákunum okkar, Jóa og Krumma Kaldal. Jói skipuleggur alls konar ævintýri fyrir okkur og er frábær fararstjóri, víðlesinn og fróður um heiminn. Jói er sérlega góður kokkur og mjög flinkur að velja góða þætti á Netflix. Hann er besti jógafélaginn minn og frábær dansfélagi í gegnum lífið.“

Mynd tekin í Stokkhólmi við frumsýningu á þáttaröðinni RIG45.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.