fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

HM í uppnámi hjá Spánverjum: Landsliðsþjálfarinn rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska knattspyrnusambandið hefur rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui úr starfi. Þessi tíðindi koma mörgum í opna skjöldu enda eru aðeins tveir dagar í að Spánverjar spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Frá þessu greinir Sky Sports.

Í gær vakti athygli þegar greint var frá því að Lopetegui myndi taka við Real Madrid að móti loknu. Hann hefði samþykkt þriggja ára samning við spænska stórveldið og myndi taka við starfinu af Zinedine Zidane. Á blaðamannafundi í morgun var tilkynnt að Lopetegui myndi ekki stýra Spánverjum á mótinu í Rússlandi.

Spánverjar eru af mörgum taldir sigurstranglegir á mótinu og spurning hvaða áhrif þessi ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins hefur á liðið. Spánverjar eru í B-riðli með Portúgal, Marokkó og Íran. Þeir mæta Portúgal í stórleik riðilsins á föstudag.

Guillem Balague, sérfræðingur um spænska boltann, segir við Sky Sports að leikmenn spænska liðsins, þar á meðal fyrirliðinn Sergio Ramos, hafi gert allt til að Lopetegui yrði ekki rekinn en án árangurs. Fór það mjög illa í forsvarsmenn spænska knattspyrnusambandsins að Lopetegui hefði samið við Real Madrid án þess að upplýsa sambandið um gang mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“