fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Er hestur Sigmundar útlenskur? „Reynist svo bara óuppgefið aflandshross“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 4. október 2017 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merki Miðflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur vakið mikla athygli frá því það var kynnt í gær. Merkið sýnir hnarreistan hest fyrir framan norðurljós og segir Sigmundur sjálfur að það tákni íslenska hestinn sem hefur fylgt Íslandi frá upphafi.

„Íslenski hesturinn hefur fylgt Íslendingum frá upphafi. Hann er þjóðlegur og um leið eitt af táknum landsins út á við og hefur myndað sterk tengsl milli Íslendinga og fólks víða um heim. Hann sameinar sveit og þéttbýli, vinnu og afþreyingu. Íslenski hesturinn þykir skynsamur og þrautseigur. Hann getur staðið af sér storm og harðan vetur. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og þekkir leiðina heim. Kemur mönnum alltaf á leiðarenda þótt leiðin geti verið torsótt og löng,“ segir Sigmundur um hestinn.

Nokkrir hafa þó bent á að hesturinn sé mögulega útlenskur þar sem útlína hestsins virðist vera byggð á erlendri mynd. Einna þeirra er Halldór Högurður en á Facebook-síðu sinni ber hann saman svokallaðan „clip-art“ hest af vefnum openclipart.org. „Miðflokksmerin sem sögð er hinn íslenski hestur reynist svo bara óuppgefið aflandshross mannsins sem hrókerar alltaf sannleikanum. Fagri blakkur er ókeypis mynd af openclipart.org,“ segir Halldór.

Myndin passar ekki alveg og bendir Völundur nokkur Jónsson á það í athugasemd hjá Halldóri. „Ágætt, en þetta passar ekki – teikningarnar eru ekki eins. Þær eru líkar, en þetta er alls ekki sama teikningin,“ segir Völundur og því svarar Halldór: „Júbb, sveigurinn er sá sami, það var átt við fax og fætur“ og bætir við: „Arabískur hestur verður ekki íslenskur við smá fegrunar-/ljótkunaraðgerð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“