fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Óvenjulegt starf: Myndarlegir ungir karlar koma starfsfólki til að gráta

Ganga á milli fyrirtækja og græta fólk – Markmiðið er að bæta vinnuandann

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum um það bil tíu sem sitjum saman í fundarherbergi í skrifstofubyggingu í Tókýó. Karlmaður kveikir á skjávarpa og skömmu síðar heyrist tónlist úr litlum hátölörum. Í þann mynd byrjar stuttmynd um heyrnarlausan mann og dóttur hans. Dóttirin veikist alvarlega og er flutt í skyndi á sjúkrahús. Maðurinn, ófær um að tjá sig, sökum þess að hann er heyrnarlaus, fær ekki að fara inn til dóttur sinnar. Myndin endar þegar maðurinn er hágrátandi þar sem dóttir hans deyr ein.

Í þann mund sem önnur myndin – um dauðvona hund – byrjar heyri ég í manneskju snökta hinum megin í herberginu. Örfáum andartökum síðar byrja fleiri að gráta. Innan við fimmtán mínútum síðar er helmingur fólksins grátandi.“

Merkilegt starf

Svona byrjar áhugaverð umfjöllun blaðakonunnar Emily Webb hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, sem kynnti sér óvenjulega atvinnugrein í Japan fyrir skemmstu. Myndarlegir, ungir karlar, eru fengnir til að koma í fyrirtæki og koma starfsfólki til að gráta. Þetta á að þjappa starfsfólki saman og bæta vinnuandann.

Núna get ég grátið og þá er auðveldara fyrir aðra í kringum mig að gráta.

Í tilfellinu sem lýst er hér að ofan var maður að nafni Ryusei fenginn til að koma í umrætt fyrirtæki. Meðan starfsfólkið felldi tár í fundarherberginu gekk hann á milli með klúta og þerraði tárin kurteislega af kinnum starfsfólks. Ryusei er fjallmyndarlegur og hann tekur starf sitt alvarlega.

„Þegar ég byrjaði í þessu starfi var ég, eðli málsins samkvæmt, ekki mjög reynslumikill. Ég átti sjálfur erfitt með að gráta þannig að fólkið gat ekki heldur grátið. Núna get ég grátið og þá er auðveldara fyrir aðra í kringum mig að gráta,“ segir hann við BBC.

Þessi unga kona átti erfitt með sig. Ryusei var fljótur til og þerraði tárin.
Tárin þerruð Þessi unga kona átti erfitt með sig. Ryusei var fljótur til og þerraði tárin.

Mynd: BBC

Sýni vanmátt sinn

Starfsheiti Ryusei er ikemeso danshi, sem má ef til vill þýða lauslega sem „myndarlegur grátandi strákur“. Ryusei starfar fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessu. Sjálfur segir hann að það bæti starfsandann á vinnustöðum að gráta. Markmiðið sé að starfsfólkið sýni vanmátt sinn – það geri það að verkum að fólk myndi nánari tengsl sín í milli og starfi betur sem einn hópur.

Ryusei segir að öllum standi til boða að sækja þessa óvenjulegu fundi, fólki sé það algjörlega valfrjálst. Flestir sem kjósa að mæta séu þó konur og á fundinum sem Emily sat voru til að mynda allir í herberginu kvenkyns, að undanskildum yfirmanninum og Ryusei. Þá geta fyrirtækið valið á milli mismunandi manngerða, ef svo má segja. Sjálfur er Ryusei í eldri kantinum, margir yngri karlar vinni einnig við þetta.

Fólki boðið kúr – vinaleigur einnig vinsælar

Svo virðist vera, samkvæmt umfjöllun BBC, að fyrirtæki í Japan nýti sér óvenjulegar aðferðir til að bæta líðan fólks. Eitt fyrirtæki býður til dæmis upp á kúr gegn gjaldi. Önnur fyrirtæki bjóða upp á vinaþjónustu, þar sem þú getur leigt vin part úr degi, til dæmis til að fara út að borða með eða í bíó.

Mynd um dauðvona hund var meðal annars sýnd á fundinum.
Dauðvona hundur Mynd um dauðvona hund var meðal annars sýnd á fundinum.

Mynd: BBC

Þessi tiltekna hugmynd, að koma starfsfólki til að gráta, er hugmynd Hiroki Terai. Sjálfur er Terai kaupsýslumaður sem er mikill talsmaður þess að fólk sýni tilfinningar sínar. Upphafið að þessari viðskiptahugmynd má rekja til þess er hann var sextán ára gamall. Hann var vinafár, borðaði hádegismatinn sinn inni á salerni skólans og var ávallt einn. Þetta var erfiður tími, segir hann. „Það var þá sem ég fór að leiða hugann að tilfinningum fólks – fólk brosir og er glatt á yfirborðinu en það þarf ekki endilega að endurspegla líðan þess.“

ápunkturinn er að kremja giftingarhringinn með hamri.

Skipulagði skilnaðarveislur

Eitt af hans fyrstu verkefnum var að skipuleggja skilnaðarveislur fyrir fólk sem hafði séð hjónaband sitt fara í vaskinn. „Hápunkturinn er að kremja giftingarhringinn með hamri,“ segir hann og bætir við að fólki hafi einnig liðið vel eftir að hafa grátið. Árið 2013 ákvað Terai að einblína meira á gráturinn og í til að byrja með setti hann á laggirnar einskonar grátfundi. Fólk, sem átti erfitt af einhverjum ástæðum, gat komið saman, rætt um tilfinningar sínar og grátið. Terai segir að konur hafi sótt meira í þjónustuna en karlar. Til að fá karla til að sækja þjónustuna í ríkari mæli hafi sú hugmynd fæðst að fá myndarlega, unga karlmenn til að leiða grátkórinn. Taldi hann að þessir karlar yrðu öðrum karlmönnum fyrirmynd og enginn þyrfti lengur að skammast sín fyrir að gráta.

Segir að Japanir gráti almennt ekki nógu mikið. Grátfundirnir á vinnustöðum þjappi starfsfólki saman.
Hiroki Terai Segir að Japanir gráti almennt ekki nógu mikið. Grátfundirnir á vinnustöðum þjappi starfsfólki saman.

Mynd: BBC

Gráta ekki nóg

Þegar öllu er á botninn hvolft er það skoðun Terai að Japanir gráti ekki nóg og sýni ekki tilfinningar sínar í nógu ríkum mæli. Þessu virtust þeir sem sóttu fundinn sem Emily sat, venjulegir japanskir borgarar, vera sammála. „Japanir eru almennt ekki mjög góðir í að sýna tilfinningar sínar. Fólk er ekki duglegt við að láta skoðanir sínar í ljós,“ segir einn þeirra sem sat fundinn, Terumi að nafni.

Terai segir að lokum að þessu vilji hann breyta. Það hafi sýnt sig að starfsandi batni þegar fólk er opnara og duglegra við að sýna tilfinningar sínar. Hvort sú skoðun sé byggð á traustum grunni vísindalegra staðreynda skal þó ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar