fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Stelpugolfdagurinn verður risastór: Annika Sörenstam mætir á svæðið

Arnar Ægisson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 07:28

Annika Sörenstam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stelpugolfdagurinn 2018 fer fram sunnudaginn 10. júní milli kl. 14:00 og 17:00 á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar líkt og undanfarin ár.

Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA og síðan þá hefur gífurlegur fjöldi lagt leið sína á völlinn og sótt sér kennslu.

PGA á Íslandi og Golfsamband Íslands halda uppteknum hætti en í ár mun tífaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur heims, Annika Sörenstam frá Svíþjóð, halda sýnikennslu í Stelpugolfi.

Markmið viðburðarins er að auka þátttöku kvenkylfinga á öllum aldri og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Þó eru að sjálfsögðu allir af báðum kynjum velkomnir á Stelpugolf. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem PGA golfkennarar verða til staðar að leiðbeina. Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir og leiki ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum leiksins. Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem vantar, það er engin nauðsyn að vera allan tímann og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri.

Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, Icelandair Cargo, ÍSAM og  Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum