fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025

Hin hliðin á Hildi Eiri: „Flott kona … þú ert feit, en samt svolítið skemmtileg“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. júní 2018 10:00

Hildur án Heimis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og umsjónarmaður þáttarins Milli himins og jarðar á N4, hefur vakið athygli fyrir einlæga pistla sína á hildureir.is. Hildur Eir sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hverjum líkist þú mest?
Ég líkist báðum foreldrum mínum, ég er sveimhugi eins og pabbi en líka ákveðin eins og mamma.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég elski átök þegar sannleikurinn er að mig langar bara til að eiga góð samskipti við alla, en stundum eru góð samskipti líka átakasamskipti.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Mér finnst bara að það eigi að hjálpa krökkum að finna styrkleika sína í skóla og kenna þeim að rækta þá.

Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Miðað við verðlag á Íslandi þá getur það verið hvaða verslun sem er, væri hægt að græja þetta á hálftíma, jafnvel í Bónus.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Hildur Eir Bolladóttir móðir .

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Já.

Hvernig mundirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Gleði og hlýja.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi, allt þitt líf, hvaða lag mundirðu velja?
Megi gæfan þig geyma ( sálmur).

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi mundirðu vilja dansa?

Gullvagninn.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Séra Hildur skítarildur.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
The Intouchables (frönsk mynd).

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Sebrarendur í hári.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Fólki sem tekur sig sjálft mjög alvarlega.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Nei, ekki nema bara þorramat.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
„Flott kona“ … ég er sammála Margréti Erlu Maack, það þýðir bara „þú ert feit en samt svolítið skemmtileg“.“

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Nei, ég held nú ekki, en annars er ég ekkert alltaf viss hverja ég á að þekkja og hverja ekki.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Ég þvæ mér alltof oft um hendurnar = OCD.

Hverju laugstu síðast?
Að ég væri alveg að verða búin með maískýrslurnar í vinnunni.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að enginn maður er algóður og enginn alslæmur.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Ekki vera týpan sem þarf að vinna áfram með alla brandara á Facebook þangað til þeir eru ekki lengur fyndnir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nunez orðinn leikmaður Al Hilal

Nunez orðinn leikmaður Al Hilal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Slasaðist þegar rafhlaupahjól stöðvaðist skyndilega en fær engar bætur

Slasaðist þegar rafhlaupahjól stöðvaðist skyndilega en fær engar bætur
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mættur aftur í enska boltann eftir tíu ára fjarveru

Mættur aftur í enska boltann eftir tíu ára fjarveru
EyjanFastir pennar
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal

Ummæli Gerrard vekja athygli – Betri en Mbappe og Yamal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.