fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
FókusKynning

Smekkleg og heilsusamleg hönnun

Kynning

Hirzlan Skeifunni 11 og Síðumúla 37

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eyðum löngum tíma í vinnunni og mörg okkar vinna í sitjandi stellingu. Það er afar mikilvægt að stólarnir sem við sitjum í við vinnuna séu þannig úr garði gerðir að þeir valdi ekki óþægindum í baki. Enn betra er að finna sér stóla sem beinlínis stuðla að bættri bakheilsu. Það er tilfellið með stólana frá Topstar og Wagner sem eru til sölu í Hirzlunni. Þessi frábæra þýska hönnun er með einkaleyfi fyrir Sitness og Dondola tækni sem veitir 360 gráðu veltusetu í stólunum – tækni sem stuðlar að mun betri bakheilsu og skapar hreyfingu fyrir hryggsúluna, en Topstar og Wagner hafa unnið mikla rannsóknarvinnu til að stuðla að því að 360 gráðu tæknin veiti sem mesta vellíðan.

Rafmagnsborð frá Prima
Rafmagnsborð frá Prima

Framleiðendurnir gerðu könnun á meðal notenda stólanna í Þýskalandi og niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar. Um 95% þátttakenda í könnuninni lýstu yfir ánægju með stólinn sinn og fannst hann þægilegur, 94% myndu mæla með honum, 84% fundu fyrir betri líðan af notkun stólsins og 56% af þeim sem höfðu bakvandamál fundu fyrir batamerkjum.

Ný verslun í Síðumúla – aukin áhersla á skrifstofuhúsgögn

Hirzlan var opnuð árið 1993 og hefur selt gæðahúsgögn fyrir heimili og skrifstofur allar götur síðan. Núna hefur verið opnuð ný og glæsileg verslun Hirzlunnar að Síðumúla 37. Hirzlan leggur í dag áherslu á skrifstofuhúsgögn. Kappkostað er að bjóða upp á nútímaleg, heilsusamleg og hugvitsamlega hönnuð húsgögn fyrir vinnustaði.

Auk hinna vönduðu og framsæknu skrifborðsstóla frá Topstar og Wagner býður Hirzlan meðal annars upp á Prima skrifstofuhúsgögn frá Tvilum í Danmörku og skrifstofuhúsgögn frá Hammerbacher í Þýskalandi. Hirzlan hefur frá upphafi sérhæft sig í sölu á vönduðum húsgögnum frá Danmörku og Þýskalandi.

Á næstunni mun Hirzlan kynna nýja tækni, Biocrystal, sem stuðlar að því að líkaminn endurnýjar tapaða orku og gerir honum kleift að styrkja ónæmiskerfið og bæta hæfni gegn streitu, þreytu, sýkingum og sjúkdómum.

Ergomedic 100-4 stóll
Ergomedic 100-4 stóll

Mynd: Topstar

Verslun Hirzlunnar að Síðumúla 37 er opin virka daga frá kl. 9 til 18. Símanúmer er 564-5040. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hirzlunnar, www.hirzlan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7